26.12.2008 | 22:37
Þegar rýnt er í gamlar myndir.
Þegar rýnt er í gamlar myndir af miðbænum rifjast ýmislegt upp. Þessi mynd sem er frá árunum fyrir 1970 kennir ýmissa grasa.
Næst sér í grjótgarð og uppfyllingu sem var fram í sjóinn fyrir sunnan BSO og Stefni vörubílastöðina. Á Stefni seldu þeir bensín og olíur frá Essó en á BSO réðu BP og Shell ríkjum. Uppfyllingin sem við strákarnir ( stelpur spiluðu ekki fótbolta í þá daga ) spiluðum fótbolta. Fjórar peysur dugðu sem markstangir þó stundum risi ágreiningur um hvor boltin fór yfir eða framhjá ef svo óheppilega vildi til að hann fór ekki með jörðu. Oft fór boltinn í sjóinn og var norðan átt urðum við að fiska hann úr sjónum við nyðri Torfunefsbryggjuna þar sem stundum lágu skip.
Þessi uppfylling var gerð eftir að þarna var í mörg ár grjótgarður og bátalægi innan þess. Í grjótinu var fjörgugt líf bústinna rotta sem við strákarnir og kettir hverfisins lentum í átökum við. Það var hluti af umhverfinu og ég varð ekki var við að menn kipptu sér mikið upp við slíkt.
Á myndinni sem hér fylgir með liggur einn að Akureyrarbátunum við festar, Sigurður Bjarnason sem var Austur Þýskur "tappatogari" og mikið aflaskip. Fjær, við vesturkantinn má sjá glitta í DAGNÝ sem þarna lá árum saman og var leikvangur okkar krakkanna. Hún endaði seinna líf sitt við Krossanesklappir þar sem hún var brennd.
Það er ekki búið að byggja ofan á Bögglapóststofuna í Skipagötu sem reis sem viðbygging við Símstöðina 1964 og enn fjær gnæfir skorsteinninn á Ketilhúsi Kea við brekkubrúnina. Rauða húsið stendur enn við Skipagötuna. Blikkportið sunnan við Gránu verslun var alltaf fullt af allskyns varningi sem Lúffi og aðir sem þar réðu ríkjum afgreiddu samkvæmt pöntun útgerðarmanna sem vantaði stærri varning svo sem kaðla og víra. Það var gaman að koma í það port þó svo við værum þar óboðnir gestir að snuðra þar sem við áttum ekki að vera.
Myndin er greinilega tekin síðsumars... einn lítill snjódíll eftir í Ytri - Súlu.
Búið að byggja við Gaggann og kirkjan og Barnaskóli Íslands á sínum stað.
Það er margs að minnast frá þessum árum og maður ætti kannski að fara að færa það skipulega til bókar áður en maður getur ekki meir.
Neðri myndin er eldri og á henni má sjá gömlu Esjuna liggja í dokkinni á milli Torfunefsbryggja. Nýja bíó og Strandgata 6 hús Síldarútvegsnefndar risin þannig að myndin er tekin eftir 1930 en þessi skipan hafnarinnar og landsins varð til við miklar uppfyllingar og dælingar á árunum 1926 - 1928. Áður lá sjór alveg að þeim stað sem nú er Ráðhústorg. Landvinningar Akureyrar fram í Pollinn hafa staðið í meira en 100 ár en sú fyrsta var "Nýja Ísland" sem gerð var fram í Pollinn þar sem nú standa húsin Hafnarstræti 2 og Aðalstræti 16.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó það sé vonandi mjög langt í það að þú getir ekki meir þá ættir þú endilega að færa þessar minningar til bókar. Það er verulega gaman að lesa svona hugrenningar.
Gunnar Níelsson, 27.12.2008 kl. 18:34
Jón, þú gleymir því að hún Rósa í Fíló var vel liðtæk í boltanum
Ólafur Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.