3.12.2008 | 08:02
Einagrunarsinnaður afturhaldsflokkur ?
VG er undarlegur flokkur. Forustumenn hans hafa hátt á torgum og uppskera gjarnan óánægjufylgi. Formaður flokksins var í yfirheyrslu í gær og það var pínlegt að hlusta á hvernig hann reyndi að komast undan því að svara spyrlinum. Spyrillinn gekk óvenju hart fram í að kalla á svör og það var pínlegt hvað formaðurinn hafði takmörkuð svör á takteinum.
En svona er STeigrímur gjarnan.... hann uppsker vel í skoðanakönnun en uppskeran verður gjarnan minni í kosningum. Það var tiltölulega skömmu fyrir síðustu kosningar sem VG var að mælast með 27% en endaði í 14,9%. Þegar kjósendur rýna í hið raunverulega innihald minnkar áhuginn stórlega.
VG er einangrunarsinnaður afturhaldsflokkur og ef stefnumið þeirra næðu yfirhöndinni á Íslandi yrði skaðinn sennilega ekki minni en af frjálshyggjunni.
Frá þvi VG varð til hefur hann skorað hátt í skoðanakönnunum en lágt í kosningum. Það er af því flokkurinn heldur úti málflutningi sem höfðar til óánægjuhópa. Nú er ástandið í þjóðsfélaginu eldfimt og erfitt og þá skora svona flokkar gjarnan hátt.
Það er greinilegt að VG einn flokka ætlar ekki að takast á við Ísland framtíðarinnar. Þeir ætla að viðhalda óbreyttri stöðu Íslands í alþóðasamhengi, þeir hafa meira að segja látið sér detta í hug að EES samingurinn sé óþarfur. Þeir vildu ekki gangast inn á lausnir varðandi hrikalega stöðu í gjaldeyrismálum og formaður þeirra lifði í sýndarveruleika sem bara hann sá.... ekki einu sinni þeir sem hann nefndi sem bjargvætti í stað alþjóðagjaldeyrissjóðins. Norðmenn kannast ekki við veruleika Steingríms enda skilyrtu Norðmenn aðstoð sína eins og aðrir.
VG ætlar ekki að vera með í ESB umræðunni.... þeir ætla að halda í óbreytt ástand og ónýta krónu..en það er í sjálfu sér greinileg stefna.
Hvert hún síðan leiddi okkur er skelfileg tilhugsun.
Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af því að taumlausa útrásar, Evrópu stefnan sem hefur verið í gangi síðust áratugi hefur gefist svo vel?
ari (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:19
Það er nú mjög svo þröngt sjónarhorn að kalla flokkinn einangrunarsinna, en það er þó er dæmigert af Evrópusinna að kalla alla andstæðinga hins verðandi sambandsríkis ESB því rangnefni.
Einnig er vert að bíða eftir landsfundi sjálfstæðismanna til þess að sjá hvort þeir muni styðja við báknið, en þá þarf flokkurinn auðvitað að afnema 11 fyrstu stafina í nafni flokksins.
Daði Rúnar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:33
Ef krónan er svona ónýt hvers vegna er þá hin guðdómalega Samfylking að taka milljarða á milljarða ofan að láni til að koma krónunni í gang?
Þú ert svo flottur og fróður Jón, segðu okkar fávitunum það. Ekki erum við jafn víðsýnir og þú, greinilega veist þú meira en við þess efnis að evrópustefna Íslendinga hafi gegnið svona vel. Segðu okkur afturhaldsseggjunum og heimskingjunum, já og kommatittunum, segðu okkur!!!
ArnarG (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:35
Arnar... eruð þið kommatittir... áhugavert.
ég legg til að allir taki sig til og fari í málefnalega umfjöllun og aðild verði skoðuð í alvöru. Ef niðurstaða þeirrar skoðunar sem fælist í aðildarviðræðum yrði jákvætt fer málið í þjóðaratkvæði.
Það getur enginn ákveðið að þetta sé ófært og ómögulegt... það vitum við ekki .. en við vitum að við getum ekki staðið ein og einagruð utan alþóðlegra viðskiptablokka og enn betur vitum við að krónan stendur ekki undir því að vera gjaldmiðill.. til þess er hagkerfið hér allt of lítið og veikburða.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2008 kl. 10:07
Kommatittur var notað til gamans. Og, til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég ekki enn myndað mér lokaniðurstöðu um ESB.
Málefnalega umfjöllun segirðu? Þá verð ég að hætta að klikka fréttir á mbl þar sem þú hefur bloggað við. Hér er lítil málefnalegheit að finna.
Ég hef nefnilega þá skoðun að málefnalausum pistlum þurfi ekki að svara málefnalega.
ArnarG (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.