Eitthvað er að draga úr útifundasókn.

Það er farið að fækka á útifundum. Markmið síðasta fundar á Austurvelli var að verða sá lang lang stærsti en þar fækkaði mikið frá laugardeginum áður.

Fundurinn á Arnarhóli átti að verða þjóðfundur þar sem öll met væru slegin. Þar mætti frekar fátt miðað við tilefni og þess sem til var tjaldað.

Líklega er útifundaþol landans að bila enda nálgast jól og orði skrambi kalt og nepjulegt að standa svona úti.

Það er boðið er uppá hjá ræðumönnum er líka að verða nokkuð ofnotað og fátt nýtt sagt.

Stjórnvöld eru líka að ná tökum á ástandinu eins og hægt er miðað við stöðu mála og mikilvægt að fólk taki höndum saman á jákvæðum nótum og vinni saman í átt til lausna.

Það er nóg sagt af ásökunum og neikvæðni og nú vill þjóðin ganga saman inn í framtíðina, samstíga og saman. Það nægur tími í framtíðinni að finnna sér sökudólga.


mbl.is Þjóðfundur á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sem betur fer er enn til fólk sem hefur vinnu. Það gæti haft sitt að segja þegar fundir eru settir á vinnutíma.

Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þegar brennivínsserkurinn var ofurölvi og snarvitlaus, var eina ráðið að láta hann hamast og lát öllum illum látum eins og hann vildi og gat, því ekkert var við hann ráðið.   Síðan lognaðist hann útaf brennivínsdauða, og vaknaði daufur og aumur daginn eftir og afsökunarbeiðnin skein út úr augunum á honum, þótt hann segði ekki neitt.  - Þá var allt í lagi.

Napoleon Bonaparte sagði: "Þegar óviur þinn er að gera mistök, ekki trufla hann."

Þessi læti fara að verða búin.  Svo er kalt í veðri og ekki lengur gaman að þessu, sem var dálítið spennandi fyrst.

Kveðja, Björn bóndi.   

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband