Tilbúinn að fara bak við þing og þjóð ?

Leynileg sendinefnd ? Er þetta sami Steingrímur Sigfússon sem hefur kallað og hamast vegna þess að mál hafa ekki verið unnin fyrir opnum tjöldum ?

Ég eigilega er undrandi. Ekki á því að ef til vill hefði verið nauðsynlegt að gera eitthvað sem þyrfti að vera trúnaðarmál um sinn.

Ég er eiginlega undrandi á að Steigrímur Jóhann hafi lagt til slíkt leynimakk eftir allt sem hann hefur sagt síðustu vikur... ef þetta er ekki tviskinnungur hvað er þetta þá ?


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fara á bak við þing og þjóð segiru .. Er það ekki bara það sama og er verið að gera síðustu vikur ? Virðist stundum þurfa DV til að upplýsa þingið og þjóðina um það sem fram fer hjá ríkisstjórn. Svo ekki sé talað um hve lítil samskipti eru á milli ráðherra í Samfó, farsinn sem leikinn er af ráðamönnum þjóðarinnar er að verða betri en Dario Fo ( man ekki hvernig það er skrifað ) náði að semja.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 19.11.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er eimitt það sem Steingrímur var að gangrýna... tvískinnungur

Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé nú ekkert athugavert við þetta. Steingrímur biður um dreifða ábyrgð og býður hjálp til að kanna möguleika án ábyrgðar eða yfirlýsinga. Leyndin var ekki gagnvart þjóð þarna heldur gagnvart IMF og þeim ránfuglum, sem um okkur sátu. Var hægt að finna leiðir til að komast undan klóm þeirra?  Var ábyrgt að vekja væntingar áður en fullreynt var?  Var ábyrgt að stofna slíku samkomulagi í hættu á meðan á því stóð?  Stundum er leynd nauðsyn og ég skil ekkert í þeim neikvæða söng, sem sífrar í tengslum við þessa frétt.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Steigrímur vildi hafa með sér seðlabankastjóra sem hann segir að hafi brugðist,,, ráðuneytisstjóra sem er grunaður um innherjasvindl með bréf í Landsbankanum og er einn helsti Snati Davíðs Oddssonar.. og vill í þokkabót hafa þetta leynilegt...

Gott að þér finnst þetta í lagi en ég kalla þetta tvískinnung Steingríms Jóhanns.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Við blaðamenn Foldarinnar höfum að undanförnu verið að velta fyrir okkur hvort uppistaðan í Samfylkingunni sé bilað fólk. Segjast vera til vinstri en eru harðsnúin til hægri. Fóru í frjálshyggjuhægristjórn þegar miðju- vinstristjórn var í borði. Eru ESB-talíbanar og landráðamenn, sem þrá fátt heitar en að geta dröslað Íslandi inn í hákapítalískt ójafnaðarbandalag gömlu nýlenduveldanna í Evrópu.

Um Samfylkinguna notar fólk gjarnan orð eins og, skinhelgi, tvískinnung og hræsni. Þá eru flestir samdóma um, að helsti munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum sé sá, að fólk veit hvar það hefur Sjálfstæðisflokkinn en ekki hvar það hefur Samfylkinguna.

Þá er sjúkleg minnimáttarkennd gagnvart Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni landlæg í Samfylkingunni, enda á Samfylkingin enga stjórnmálamenn sem komast í hálfkvist við þá félaga hvað varðar yfirgripsmikið vit á stjórnmálum, heiðarleika, snerpu og rökfestu.

Þegar öllu er á botninn hvolft, er Samfylkingin ekki síður ruslflokkur en Framsóknarflokkurinn.

Blaðamenn Foldarinnar, 19.11.2008 kl. 17:14

6 identicon

Gott innlegg foldarinnar við glórulausum pósti að venju.

Fyrst þú veist svona mikið Jón Ingi, hvað er Samfylkingin að gera á Akureyri til að reyna hjálpa fyrirtækjum? Samfylkining er jú Snati Kristjáns Þórs og hans meðreiðasveina á Akureyri.

Byggingarfyrirtæki að fara á hausinn og/eða segja upp fólki í umvörpum og hvað er gert, jú, Samfylkining vill samstöðu. Hún reddar þessu auðvitað öllu. Að drulla yfir Steina Joð ásamt sjúklegri minnimáttarkennd gagnvart Steina Joð hjálpar eflaust líka.

Prófaðu að skoða allar þínar færslu og þá sérðu kannski hve oft þú skrifa um Steina og VG. Ég fer t.d. aldrei á þessa síðu nema þegar ég sé að bloggað hefur verið við einvherja frétt.

ArnarG (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband