Trúverðugleiki verkalýðshreyfingarinnar í húfi ?

Samkvæmt upplýsingum á Bylgjunni áðan er formaður VR með yfir hálfa milljón króna í stjórnarlaun hjá einkabankanum KB banka.

Það verður að viðurkennast að þetta er afar óheppilegt í ljósi atburða og að stjórn VR sé síðan tilbúin að bakka þetta upp er umhugsunarefni. Formaðurinn hefur komið að ákvörðun sem hefur valdið félagsmönnum hans ómældu tjóni.

Jafnframt kom fram að VR formaðurinn var varaður við af siðanefnd að taka sæti í stjórn með þessum hætti.

VR er hluti að heildarsamtökunum ASÍ og ég reikna með að mönnum þar er ekki rótt með þessa uppákomu.

Maður er hugsi.


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi maður Gunnar er greinilega ekki heiðarlegur maður þá væri hann búin að segja af sér og stjórn VR líka. Auðvitað þarf að skoða núna fjármál VR´vel og vandlega. Vona ég að félagsmenn VR sýni núna kraft og dug til að fella þetta fólk út

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Ingi ég er sammála þér að þetta sé afar óheppilegt svo ekki sé sterkar kveðið að orði.

Mér hefur hins vegar sýnst að forystu ASÍ telji þetta ekkert sérstaklega stórt mál þar sem Gylfi Arnbjörnsson lét hafa eftir sér að hann treysti Gunnari Páli vel til að sitja áfram sem formaður VR.

Sigurjón Þórðarson, 7.11.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir um 15 árum var stjórn ASÍ kölluðsaman á neyðarfund. Tilefnið var að formaður eins aðildafélagsins hafði tekið sér lán úr sjóðum félagsins, hafði þá „hagræðingu“ að lána sjálfum sér. Afleiðingin var að sjóðir þessa félags gufuðu nánast upp. Þetta var mikið hitamál og er ekki nema örlítið brot þeirra fjárhæða sem nú er um að tefla.

Allur minnsti hagsmunaárekstur er tortryggilegur og ef minnsti vafi er á að e-r sé í starfi sem ekki samrýmist öðru starfi, verður viðkomandi að gera upp við sig hverjum hann hyggst þjóna.

Stjórnarseta í banka hefur verið vel launuð og því mjög mikil freisting. En í þessu tilfelli er þetta vægast sagt vandræðalegt. Hvernig ætlar Gunnar að rökstyðja verulega rýrnun eigna sjóða stéttarfélagsins vegna þess að hann hefur einfaldlega ekki staðið sig nógu vel í stjórn bankans.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.11.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband