28.10.2008 | 10:34
Hagfræðingar segja að stýrivextir verði að vera hærri en verðbólga ?
Maður er eiginlega hálf ruglaður þessa dagana. Þetta er ef til vill fyrsta skref þeirra erfiðleika sem allir hafa verið að boða. Tímabundin vaxtahækkun segja sumir.
Hagfræðingar segja okkur, að ef stýrivextir séu lægri en verðbólga hefjist hringekja sem pressi upp verðbólgu og síðan koll af kolli.
Verðbólga er nú 16% þannig að þetta virðist vera aðgerð sem eingöngu er beint gegn henni.... en sársaukafullt verður það maður minn.
Hagfræðingar höfðu varað við þeirri lækkun sem framkvæmd var fyrir nokkru að lækka vexti.... og eigum við ekki að trúa þeim sem lært hafa þessi fræði.... í það minnsta trúi ég að þeir viti betur en ég.
Þeir segja að þetta verði að gera sem aðgerð til lækkunar í framtíðinni og ég vona svo sannarlega að það sé rétt mat.
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stýrivextir hafa verið ofurháir á Íslandi undanfarin ár og ekki komið í veg fyrir verðbólgu, þenslu, lánasukk, streymi gjaldeyris úr landi og m.a.s. verið einn af undirliggjandi ástæðum þess ástands sem við horfum fram á núna, t.d. háir vextir ICESAVE, krónubréf, jöklabréf, samuraiabréf o.s.frv. Öll rök fyrir háum stýrivöxtum hafa reynst röng fram til þessa. Gamla hagfræðin er dauð! Það sýna atburðir s.l. vikna. Það að ganga til samninga við e-n, t.d. IMF, þýðir ekki að það þurfi að ganga að öllum skilyrðum og ná samningum sama hvað á gengur. Ég tel að betra væri að að hafna samningi við IMF ef þetta er eitt skilyrða hans en að steypa fólki og fyrirtækjum í gjaldþrot með svona fáránlega vitlausri aðgerð.
Daníel (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:40
Hvaða leikfimi er þetta að lækka stýrivexti til þess eins að sýna fram á rosalega hækkun þegar IMF tekur yfir? Ef mér dytti í hug að einhver seðlabankastjóri kynni að nýta smjörlíki þá myndi ég láta mér detta í hug að hann hefði gert það núna.
Lára Stefánsdóttir, 28.10.2008 kl. 12:23
Þetta er athyglisverð kenning... allir vita að Davíð var á móti IMF aðkomu og þetta gerir þá aðkomu óvinnsælli. Davíð er til alls líklegur en hefur hann þá stjórn á stjórn Seðlabanka ?
Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.