Betlistafur Gríms grallara.

Ég er eiginlega svolítið undrandi á Steingrími J.  Að fara með betlistaf á hendur Norðmönnum í Aftenposten er ekkert annað en billegur poppulismi.

En Grímur má alveg betla í böðunum... mál eru í farvegi og styttist í að niðurstaða fáist. Þetta upphlaup Steingríms J sýnir svo ekki verður um að hann skilur ekki alvarleika og stærð þessa máls. Sennilega hefur þjóðin aldrei staðið frammi fyrir jafn alvarlegum málum og Grímur er sá eini sem virðist gjörsamlega úr takti við þá vinnu sem verið er að vinna.

Ráðherrasteinbarnið er Steingrími J erfitt og veldur sárum innantökum svo ekki verður um villst.


mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

SJ er að gera það sem ríkisstjórnin átti að vera búinn að gera fyrir löngu síðan.. Samfylkingin er að drulla upp á bak með aðstoð sjálftektarflokksins.. 

Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eigum við ekki að treysta því að hundruð sérfræðinga víðsvegar úr heiminum auk allra sérfræðinga hér á landi viti betur en við bloggarar Óskar. Ætli sé ekki verið að vinna að ýmsu þó það sé ekki í beinni útsendingu

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki þetta yfirlæti jón.. þessir sérfræðingar stjórnuðu bönkunum áður var það ekki ?  

Óskar Þorkelsson, 20.10.2008 kl. 12:25

4 identicon

Steingrímur er þarna í hlutverki almúgamannsins sem er að reyna að gera gagn, og er það ekki gott mál?. Hefðir þú, Jón Ingi, skrifað svona pistil þegar Íslenskir ráðamenn voru að betla utan í Bandarískum yfirvöldum, í kalda stríðinu eða þegar þeir vildu losna við þessa tilgangslausu herstöð á miðnesheiði eða þegar þegar þeir gengu með grasið í skónum eftir álfyrirtækjum á þeim tíma sem okkur skorti ekkert. Núna þurfum við aðstoð. Er þá eitthvað skrítið þó að einhver sýni lit. Ekki sýnir ríkisstjórnarliðið lit. það leggur nótt við dag í vinnu við að bjarga eigin skinni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:30

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er ekki yfirlæti.... þetta er lítillæti... ég bara hreinlega veit ekkert um þetta.

Ég veit að ef menn hefur bara si svona geta tekið svona lán þá hefði það verið gert... en málið er að lánstraust okkar er farið út um gluggann og það kemur ekki aftur fyrr en búið er að vinna nýja þjóðhagsspá og fara í prógramm hjá alþóðagjaldeyrisstjóðnum... fyrr vill enginn lána okkur.... sama hvað Grímur sprikkkklar.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Steingrímur er ekki almúgamaður. Hann er formaður stjórnmálaflokks, hann er fyrrum ráðherra og hefur setið á þingi í aldarfjórðung... hann veit því betur og er með þessu að reyna að slá sig til riddara.... sem honum tekst vafalaust hjá sumum.

Húnbogi.... ég var herstöðvarandstæðngur og hef ekki verið með harðari mönnum í álverainnrðásinni, þannig að ég þykist vita hvernig ég hef og hefði skrifað um það.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er alltaf jafn skemmtilegt og upplífgandi að sjá hvað þið kratarnir hafið mikla minnimáttarkennd gagnvart Steingrími J. og Ögmundi Jónassyni. Er það vegna þess að þeir dirfast oft á tíðum að opinbera hve mikill hægriflokkur Samfylkingin er?

Jóhannes Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 12:55

8 identicon

Veit almenningur ekki að aðkoma lánastofnana er ekki fær fyrr en IMF hefur sett stimpilinn á skjalið? Steingrímur veit betur. Merkilegt hvað skólímingar manna þola ílla sbr. skrif sumra hér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband