10.10.2008 | 22:26
Heimsveldi á staurfótum.
Miklar hetjur bretar. Forsætisráðherrann sem kennir sig við jafnaðarmennsku telur það sæma sér og þjóð sinni að ráðast á bræðraþjóð í vanda. Íslendingar fá enn einu sinni að kenna á fávisku breta því þrisvar sinnum áður hafa þeir talið sér það sæmandi að beita okkur hervaldi, vopnalausa þjóðina.
Heimsveldið gamla er á staurfótum og það eina sem þora er að ráðast að vopnlausri smáþjóð í vanda...sorglegur karakter.
Nú þegar hópur ógætinna og gráðugra fésýslumanna hafa komið þjóðinni í vanda kemur fulltrúi breska heimsveldisins og sparkar í liggjandi þjóð. Það lýsir innræti þessa sorglega manns sem reynir með þessu að beina athygli landa sinna frá dapurri stöðu sinni í stjórnmálum.
Gordon Brown er því miður svartur blettur á sóma jafnaðarmanna og ætti að hverfa úr embætti sem fyrst. Það er betra að semja við stjórnmálamenn þar í landi sem hægt er að kalla heiðarlega. Það sem hann gerði er bresku þjóðinni til ævarandi skammar.
![]() |
Sparkað í liggjandi (Ís)land" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 819290
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðan hvenær eru Bretar svona mikil bræðraþjóð okkar?
Ég kannast bara ekkert við það. Yfirgangur á fiskimiðum árhundruðum saman og illa þokkaðir í viðskiptum á miðöldum og fram eftir öllu og síðan þorskastríðin.
Seinni heimsstyrjöldin er það eina sem þeirra hafa sér til málsbóta - virkilega það eina!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.10.2008 kl. 22:36
Við vitum ekki betur en Brown sé jafn mikill jafnaðarmaður og Jón Ingi Cæsarson og aðrir samfylkingarpratar, að því undanskyldu, að Brown hefur ekki ennþá verið í ríkisstjórn eða bæjarstjórn með íhaldinu.
Svo megum við ekki gleyma, að jafnaðarmenn eru engir jafnaðarmenn, aðeins íhaldshækjur og götóttar brækur.
-ALy
Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 22:44
Bretar eru ekki, hafa aldrei og munu aldrei vera bræðraþjóð íslendinga.. það var þangað sem við sóttum þræla...
Óskar Þorkelsson, 10.10.2008 kl. 23:07
Sannarlega ömurleg framkoma forsætisráðherra Bretlands við okkur Íslendinga. Er ekki alveg sáttur við hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við árásum þessa manns á okkur. Geir er mikið prúðmenni og kurteis og vill ábyggilega ekki fara í átök við bretana en nú er eiginlega nóg komið. Það er búið að rústa mannorði okkar þarna úti í hinum stóra heimi og óvíst hversu langan tíma það tekur að vinna það upp aftur.
Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.