Kannski sáum við af hverju Brown á í vanda heima.

Viðbrögð Brown forsætisráðherra Bretlands í gær voru yfirspennt og óyfirveguð. Að ráðamaður ( fyrrum ) stórveldis ráðist með þeim hætt að smáþjóð og hann gerði lýsir vanstillingu og skorti á skynsemi. Mörgum klukkustundum eftir að málinu var komið í diplómatískan farveg argaði breski forstætisráðherrann eins og stunginn grís og hótaði 300.000 þúsund manna smáþjóð öllu illu.

Auk þess að vera smáþjóð er þessi þjóð með honum í bandalagi vestrænna þjóða og hefur að flestu leiti verið viðurkennd sem heiðarleg og grandvör. Ísland getur ekki tekið ábyrgð á verkum manna fóru framúr sér. Þó berum við ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum sem formlega falla innan alþjóðalaga um fjármálastarfssemi. Árás Brown var því dómgreindarlaus, smekklaus og ber vott um geðslag sem mér ekki hugnast.

Kannski sáum við þarna af hverju þessi maður er að missa tökin í Bretlandi og af hverju Verkamannaflokkurinn er að tapa gríðarlegu fylgi.

Sagt hefur verið um hann að hann hafi karisma á við steypuhrærivél og ég er ekki fjarri því að það gæti verið nærri lagi.

Errm


mbl.is Fjármunir færðir til bresks útibús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er að hægjast um og mönnum fer að gefast tími til að ná yfirliti yfir stöðuna. Það er ljóst að Brown og Darling sá ekkert athugavert við að valda íslendingum óbætanlegu tjóni (sem og bretum sjálfum) í persónulegum pólitískum tilgangi. Því þarf að fara vandlega yfir þetta mál og gera síðan opinbert hvers konar skúrkar þetta eru.

Vonandi gefur dýralæknirinn "elskunni" á kjaftinn á fundinu í Ameríku!

Í framhaldi af þessu er spurning um hvort krefja eigi þá um skaðabætur, jafnframt því að gera heiminum ljóst að hryðjuverkalög voru notuð við verknaðinn

Spurning leggja nú ofuráherslu á að komast í öryggisráðið ásamt því að fá rússalánið

Haraldur Rafn Ingvason, 10.10.2008 kl. 21:14

2 identicon

Fyrir utan það eru í raun ekki til neinir peningar í heiminum. Bara skuldir.  Trúirðu því ekki? Horfðu þá á þetta.

http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279&ei=9tTiSP-xC5CsiALXyN2iCw&q=Money+As+Debt

Óli (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband