Framtíð okkar má ekki byggja á veikri krónu.

Það er að renna upp fyrir þjóðinni ljós. Við sem höfum viljað aðild að ESB og upptöku Evru höfum fengið að heyra það hjá þjóðernis og sjálfstæðissinnum. Auðvitað er Ísland sjálfstæð þjóð en sjálfstæði hennar er veikt og geta hennar gagnvart hamförum er takmörkuð.

Það sést þessa dagana hversu veik staða okkar er í hafsjó alþjóða kreppu og örvinglan. Hversu mikils virði er sjálfstæði þjóðar þegar gjaldmiðill hennar hrynur og að henni sótt. Sjálfstæði okkar er best borgið í samvinnu við aðra í styrku samstarfi og það er að mínu mati á vettvangi Evrópu frekar en Bandaríkjanna ... svo ekki sé talað um Rússland.

Ég veit að þessir hrikalegu atburðir munu leiða okkur áfram og aðildarviðræður okkar hefjst örugglega á næsta ári.... kannski fyrr.. Vonandi þurfum við ekki að ganga inn í svipaðar aðstæður í framtíðinni jafn veikburða og ósjálfstæð og við erum nú.


mbl.is Danske Bank lokar á íslenskar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við erum enn norsk skv Gamla Sáttmála.. endurvekjum hann og gefum GHH og Seðlabankaógeðinu laaang og ævilangt frí.

Óskar Þorkelsson, 10.10.2008 kl. 12:22

2 identicon

Sjálfstæði íslendinga verður nú ekkert ef það verður tekið lán af Rússum eða álíka.

Skafti (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:40

3 identicon

Jón Ingi,

Hvernig væri að lesa einhverja aðra fjölmiðla en Íslenska þá sérðu kannski að allt er á sömu leið í Evrópu. Jafnvel þótt við værum með evru núna er ljóst að við myndum mæta sömu lokuðu dyrum hja myntfélögum okkar. Þeir hlaupa hver í sína áttina að tryggja sinn eigin efnahag en ekki bandalagsins.

Sveigjanleiki í evrópusambandinu er sem næst enginn, því munu Íslendingar og Bandaríkjamenn vera mun fljótari að ná sér uppúr þessari kreppu en ESB þjóðirnar verum bara róleg ESB verður komið langleiðina til helvítis eftir 6 mánuði. 

Björn K. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband