6.10.2008 | 12:45
Ástandið er að breiðast út.
Þorvaldur Gylfason tók fram í Silfrinu í gær að það væri rangt að segja að ástandið hér væri svona slæmt vegna fjölþjóðlegra áhrifa. Hann nefndi sem dæmi að Noregur hefði sloppið við þessar hræringar að mestu. Það nefndi hann sérstaklega til að benda á að mest væri þetta séríslenskt ástand.
Í morgun hafa borist fréttir af hruni á verðbréfamörkuðum í Oslo, eldsneytisverð hefur hrunið sem kemur sér afar illa fyrir Norðmenn og þegar er farið að ræða að ríkið verði að koma smærri bönkum í landinu til bjargar. Draumar Þorvaldar um ríkið ósnertanlega eiga því ekki við rök að styðjast.... því miður.
Kreppan breiðist út og verst er ástandið að sögn í Rússlandi þar sem hlutabréf hafa fallið gríðarlega.
Hluti að okkar vanda er heimavandi en sennilega er stærsti hluti hans að verða hluti af fjölþjóðlegum vanda sem ekki sér fyrir endann á. Sennilega eru bankarnir íslensku tæpari en menn hafa viljað kannast við fram að þessu og líklega ræður ríkissjóður okkar illa við að bjarga þeim þar sem stærð þeirra er óviðráðanleg fyrir okkur.
En menn hafa áréttað að innistæður okkar eru ekki í hættu. Ég hef persónulega meiri áhyggjur af þeim sem eiga engar innstæður og bara skuldir.
Stjórnvöld verða að frysta vísitöluhækkanir lána meðan þetta gengur yfir, annars hrynur fjárhagur venjulegra íslenskra heimila til grunna og þetta þarf að gera strax.
Skýrist á næstu klukkustundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En menn hafa áréttað að innistæður okkar eru ekki í hættu. Ég hef persónulega meiri áhyggjur af þeim sem eiga engar innstæður og bara skuldir."
Tek undir þetta með þér, einkum og sérílagi barnafjölskyldur- þær verða að ganga fyrir í þeim aðgerðum sem framundan eru... svo og aldraðir og öryrkja sem ekkert eiga nema aðgang að bótum almanna trygginga.
Sævar Helgason, 6.10.2008 kl. 13:16
Nú er kominn tími til að Samfylkingin setji Sjáfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar, slái hnefanum í borðið og hóti að slíta stjórnarsamstarfinu nema gripið verði til þeirra aðgerða sem duga (sem víða hafa komið fram og fela m.a. í sér endurskipulagningu seðlabankans, virkjun samninga við norrænu seðlabankana og aðildarumsókn að ESB). Neiti Geir verður að mynda skammtímastjórn með stjórnarandstöðunni sem tekur á efnahagsvandanum og ekkert annað. Boða svo til kosninga í vor þar sem einnig væri kosið um hvort Ísland sæki um aðild að ESB.
Daníel (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:18
Algerlega sammála.
Einfalt og fljótvirkt væri að vísitölubinda bætur og laun upp að 450.000 brúttó, og setja stopp á nauðungarsölur, fjárnám og hvaðeina þvíumlíkt, og leggja lagaskyldu á bankana til að veita fólki greiðslustopp ef á þarf að halda, til að verja heimilin.
Bankarnir eru fullfærir að sjá um sig þótt þeim verði bannað að ganga að fólki meðan ástandið gengur yfir. Eigendur þeirra verða bara að sætta sig við að arður af hlutabréfum verði minni en hingaðtil - enda geta þeir ekki kvartað í þeim efnum.
Hagfræðingurinn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.