365 miðlar vilja einokunaraðstöðu.

Áhugavert að  í miðju gjaldþroti einkavæðingarinnar kalli fulltrúar þeirra enn eftir aukinni einkavæðingu og einokunaraðstöðu. Ari Edwald og fyrirrennarar hans hafa kallað eftir því árum saman að Ríkisútvarpið- Sjónvarp hverfi af auglýsingamarkaði og þeir fái frítt spil Helst vilja þeir að Ríkisútvarpið-Sjónvarp verði lagt niður... í það minnsta það af starfsseminni sem þeir hafa áhuga á að reka.

Og hvað fá þá landsmenn í staðinn. Einkarekið fyrirtæki sem öðlast einokunaraðstöðu á markaði. Einokun einkaaðila á fjölmiðlum er vont mál svo ekki sé talað um fjölmiðil sem getur rúllað hvenær sem er og hefur litlar sem engar skyldur við þjóðina í heild sinni.

Ég hef áður sagt að einkavæðingaraðdáendur séu bíræfnir að halda áfram söngnum í ljósi aðstæðna nú. En hver skilur þetta svo sem ekki.... Ari Edwald er bara að vinna fyrir eigendur og vorkun. Það sem hann er að biðja um er einokun 365 miðla að auglýsingamarkaði ljósvakamiðla og honum ber að reyna að græða sem mest fyrir eigendur.

Við sem horfum víðar á málið og sjáum hagsmuni landsmanna í heild sinni erum auðvitað á móti því að setja öryggstæki og sameign þjóðarinnar sem Ríkistúvarpið er á uppboðsmarkað hjá einkaaðilum.

 


mbl.is Ari Edwald: Stjórnvöld gegn einkafjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eru þessir lánareknu vonlausu strákhvolpar að kvarta,var það ekki staðreynd þegar þeir hófu sinn fjölmiðlarekstur að ríkisútvarpið var á markaðinum og aldrei stóð til að leggja það niður heldur yrðu aðrir sem áhuga hefðu á að reka fjölmiðil að taka mið af því í sínum rekstri ? Og ætli það séu margir í dag sem vildu að 365 hefði einokunarstöðu á markaðinum ? Það held ég varla svona þegar maður lítur til baka og sér hvernig þeirra miðlar hafa verið notaðir af sínum eigendum.

Jon Mag (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt er það. Við höfum séð hvernig þeir beita Fréttablaðinu gegn samkeppnisaðila sínum í dreifingu. Þeir eiga pósthúsið ehf sem dreifir Fréttablaðinu. það blað hafa þeir notað til að ráðast á Íslandspóst sem að mörgu leiti hefur sömu stöðu í þjóðfélaginu og Ríkisútvarpið og er samkeppniaðili í dreifingu við Pósthúsið ehf sem sömu menn eiga.. Þetta finnst mér og fleirum dæmi um af hverju fjölmiðlar þurfa líka að vera í eigu þjóðarinnar þar sem fyllsta hlutleysis er gætt. Fjölmiðlafrumvarpsumræðan var mjög upplýsandi á sínum tíma.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband