Pólitískt álitamál.

Spurt er um stöðu og framtíð Íslandspósts hf. Fyrirtækið hefur verið hlutafélag í eigu ríkisins í 10 ár en hefur verið rekið eins og hlutafélag á almennum markaði og fellur undir lög um hlutafélög.

Samkeppnisþáttum hefur verið haldið frá einkaréttarþjónustu eins og lög gera ráð fyrir enda er fyrirtækið einkarétt á dreifingu bréfapósts undir 50 grömmum. Annað er í frjálsri samkeppni. Árið 2011 fellur einkarétturinn endanlega niður og opið verður fyrir alla samkeppni samkvæmt lögum þar um.

Það er síðan pólitísk spurning hvort menn vilja einkvæða póstinn og selja hann út að markaðinn. Síminn fór þá leið og miklar deilur spunnust um sölu grunnnetsins. Sama var með ríkisbankana...þeir voru seldir og menn geta metið ábata notenda af þeim gjörningi.

Í Evrópu eru flest póstfyrirtækin í eigu ríkisins. Td er þýski pósturinn í eigu þýsku þjóðarinnar og á og rekur DHL hraðflutingafyrirtækið og stóran banka. Þar er ekki verið að ræða einkvæðingu og brotthvarf ríkisins frá þeim rekstri. Sama á við á Norðurlöndunum, öll eru þau fyrirtæki í eigu þjóðarinnar og rekin sem hlutafélög í samkeppni.

Breski pósturinn er í eigu ríkisins en bögglapósturinn er í sérstöku fyrirtæki Parcelforce sem er að hluta í eigu Royal mail sem er hreinræktað ríkisfyrirtæki á landi einkavæðingarinnar..

Svona mætti áfram telja..... víðast hvar vilja þjóðríkin halda póstinum í meirihlutaeigu fólksins og þjóðarinnar því grunnpóstþjónusta er í eðli sínu samfélagsþjónusta. Ekki eru miklar líkur á að fyrirtæki í einkaeigu hefðu áhuga á að halda uppi því þjónustustigi sem ríkisfyrirtæki þó gerir.

Þegar ákvörðun var tekin af stjórnmálamönnum að hlutafélagavæða póstinn fyrir 10 árum var honum heimilað að vinna og starfa sem hlutafélag. Arðsemiskrafa eigandans hefur alla tíð verið eins og um fyrirtæki á markaði væri að ræða enda hefur Íslandspóstur skilað hundruðum milljóna til samneyslunnar. Jafnframt hefur fyrirtækið leitast við að veita öllum sem besta þjónustu þó svo kostnaður við dreifbýlið sé langt umfram ábata. Það er skylda fyrirtækisins samkvæmt kröfu um alþjónustu sem fylgir einkaréttinum í bréfum. Hvernig það breytist við afnám einkaréttarins eftir tvö ár er ekki til lykta leitt svo ég viti.

Stjórnmálamenn á Íslandi verða að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið eigi áfram að vera í eigu þjóðarinnar eða hvort þeir vilja láta það út á hinn frjálsa markað. Það er pólitísk ákvörðun sem er ábyrðgarhluti.

Það er mikil áhætta í því fólgin að fela hverjum sem er grunnpóstþónustu og kasta henni út á markað. Um það gildir það sama og með grunnnet símans.

Ef póstþjónusta á Íslandi verður einkavædd verður Ísland eitt af örfáum löndum í heiminum þar sem slíkt væri gert..... það virðast menn ekki vilja ræða eða vita það ekki. Er það áhættunnar virði að taka skref sem nánast enginn hefur tekið fram að þessu í heiminum.


mbl.is Viðskiptaráð spyr um framtíð Íslandspósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er hjákátlegt að heyra umræður um sölu póstsins núna.

Núna er umræðan um þjóðnýtingu banka, olíufélaga og að ríkið komi ákveðið inn til að tryggja rekstur skipafélaga og fliugfélaga.

Að sumu leyti tókst afar illa til við sölu ríkisfyrirtækja, einkum símans og ríkisbankanna.  Ætla menn ekki að læra?

Jón Halldór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband