Fréttablaðið og blaðamenn þess misnotaðir af eigendum ?

Ég er svolítið hugsi yfir látlausum skrifum Fréttablaðsins um málefni Íslandspósts. Það ágæta blað virðist hafa mikinn áhuga á flestu því sem þeir geta fundið neitkvætt um fyrirtækið og slá því upp á forsíðu, t.d. í dag.

Í dag er verið að fjalla um fyrirpurn samkeppniseftirlits um aðskilnað einkaleyfis og samkeppnispósts í bókhaldi. Fyrirspurnir sem hafa verið fastur liður svo langt sem ég man... meira segja aftur til Pósts og síma tímabilsins. Af hverju það ætti að vera fréttnæmt nú er umhugsunarefni.

En svo þegar maður horfir yfir sviðið er líklegt að Fréttablaðið og blaðamenn þess séu með þessu að þjóna eigendum sínum.....Bónusfeðgum og þeim sem að því fjármálaveldi standa.

Að Fréttablaðinu standa sömu eigendur og eiga Pósthúsið ehf og er samkeppnisaðili Íslandspósts í dreifingu á fjölpósti. Það eru því augljós hagsmunatengsl milli Fréttablaðsins og þess að þeir skrifi eins og þeir gera. Pósthúsið ehf hefur átt í erfiðleikum og ljóst að sú eining er ein þeirra sem tapa mestu innan þessa eignaveldis. Það er því augljóst að hagur þeirra er að koma höggi á Íslandspóst og það vilja þeir reyna.

Slíkt er auðvitað ekki hægt í þessu tilfelli enda er innra bókhald Íslandspóst margtékkað af ríkisendurskoðun og samkeppniseftirliti og það sniðið að kröfum laga um þessi málefni.

En þá veltir maður fyrir sér dagblaði sem virðist ganga erindi eigenda sinna og leggur samkeppniaðila í einelti. Í mínum huga er siðlaust þegar eigendur fjölmiðla nota þá í augljósum tilgangi sér til framdráttar. Því miður lyktar áhugi Fréttablaðsins á að koma neikvæðri umræðu af stað um Íslandspóst af því að blaðamanni sé falið að eigendum þess að koma höggi á samkeppnisaðila.

Hvort þetta er svona veit ég ekki en lyktin er óneitanlega vond af þessu framtaki Fréttablaðsins og stofnar trúverðugleika þess sem óháðs fjölmiðils í hættu. Svo er spurning hvað Blaðamannafélagi Íslands finnst um að eigendur fjölmiðils leggi blaðamönnum línur um hvað þeir skrifa og hvernig ef svo er ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband