11.9.2008 | 15:32
Þekkingar og skilningsleysi á málefnum Íslandspósts.
Það svolítið ergilegt að sjá og heyra umræðuna um Íslandspóst hf og hvernig hún er fram sett.
Sumir gagnrýna fyrirtækið fyrir að loka örsmáum póstafgreiðslum í dreifbýli og bjóða í þess stað heimkeyrslu á hvert heimili á þeim svæðum.
Aðrir segja að Íslandspóstur sé fyrirtæki í ríkiseigu og þess vegna eigi það ekki að standa í samkeppni. Þetta segir mér að fyrirtækið á aðeins að sinna óarðbærum þjónustuhlutverkum á svæðum sem enginn annar hefur áhuga á en síðan ætla samkeppnisaðilarnir. td Samskip og Flytjandi að fitna drjúgt á þeim svæðum sem gróðavon er.
Það er svolítið sorglegt að sjá alþingismenn taka upp bullið og þar fer hinn lítt upplýsti Sigurður Kári í broddi fylkingar. Það var samt hans flokkur sem stóð að því að breyta þessu fyrirtæki í hlutafélag og þar af leiðandi stuðlað að því að fyrirtækið þarf og vill standa í samkeppni enda má það ekki annað samkvæmt lögum þar um. Eiginlega er Sigurður Kári að vega að flutninga og samgönguöryggi dreifbýlis með þessum hugrenningum.
Hann vill kannski snúa til baka og breyta Íslandspósti í ríkisstofnun á ný og setja hana á fjárlög en í dag skilar fyrirtækið Íslandspóstur hundruðum milljóna í ríkissjóð.
Hann er svo barnalegur og óupplýstur í þessu þvaðri sínu. Póstfyrirtækin hér í kringum okkur eru flest í eigu ríkissins og flest eru þau hlutafélög eins og hér. Afar fáir hafa einkavætt póstþjónustu að fullu því flestir telja póstinn hluta af samfélagþjónustunni í aðra röndina. Veit Sigurður Kári að þýski pósturinn, í eigu ríkisins, er stærsti hluthafinn í hraðflutningsfyrirtækinu DHL. ?
Í Fréttablaðinu í dag kemur einhver Jörundur Jörundsson með slíka rakalausa þvælu að annað eins er fáséð. Hann fullyrðir að pósturinn sé að nota almannafé til að byggja upp pósthúsanet sitt. Hann heldur því fram að skattfé almennings sé notað til að niðurgreiða þjónustu póstsins... halló hvernig er hægt að vera svona óupplýstur og fáfróður.
Þetta er í fyrsta lagi bannað samkvæmt samkeppnislögum og auk þess skilar Íslandspóstur 300 milljónum á ári í ríkssjóð. Uppbygging og verðlangning er af sjálfsaflafé sem fengið er í viðskiptum á markaði eins og hjá öðrum fyrirtækum.
Ég held að þessi málflutningur sé runninn undan rifjum flutningafyrirtækjanna sem vilja losna við Íslandspóst af samkeppnismarkaði. Þeir vilja hirða til sín feitu bitana og láta ríkið um rest. Mér finnst það lítið eftirsóknarvert að fá menn að rekstri póstþjónustu á Íslandi sem klúðra hlutum með jafn eftirminnilegum hætti og gerst hefur með Icelandiair og Eimskip. Þjóðin getur ekki átt allt undir slíkum rekstri sem hrynur eins og spilaborg einn daginn.
Þjóðin þarf fyrirtæki sem rekið er að ábyrgð með hagsmuni fleiri en sjálfs sín að leiðarljósi. Póstþjónusta er ábyrgðarhluti og henni má ekki klúðra. Skynsamlegur rekstur sem byggður er á hófsamri samkeppni undir öruggri leiðsögn er það sem þarf.´
Örugg póstþjónusta er öllum þjóðum nauðsyn og það er sorglegt að hlusta menn sem tilbúnir eru að rífa hana niður og rústa á altari mammons.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo eru menn að væna þig um að vera vilhallur undir sjallann! Það er misskilningur aldarinnar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:18
Þú ert nú ekki alveg hlutlaus þar sem þú ert sjálfur á ríkisspenanum sem starfsmaður ÍP h/f Jón er það nokkuð ? en get verið sammála mörgu hjá þér en þessi Sigurður Kári þingmaður S er í algjöru tjóni skil ekki hvað reiðinnar ósköp liggur á.
Skarfurinn, 12.9.2008 kl. 07:22
STarfsmenn Íslandspóst hafa ekki verið ríkisstarfsmenn frá 1996 eða frá því Póstur og sími hf var stofnaður.
Fullyrðing um að ég eða aðrir séum á "ríkisspena" á ekki við því réttindi okkar eru samkvæmt réttindum hins almenna markaðar. Hitt er "history" og hefur verið það í 12 ár.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2008 kl. 07:27
Common Jón Ingi, þó Íslandspóstur hafi verið gerður að hf á sínum tíma þá er eina hlutabréf félagsins í höndum ráðherra því er þetta auðvitað í ríkiseigu ennþá. Það er einmitt það sem Sigurður Kári og fleiri frjálshyggjupostular íhaldsins vilja að fyrirtækið verði selt sem fyrst, talað var um Eimskip sem líklegan kaupanda, en nú eru breyttir tímar aldeilis og Eimskip á hausnum og hugsanlega bjargað fyrir horn af eigendum Landsbankans.
Skarfurinn, 12.9.2008 kl. 09:12
Rétt það er í ríkiseigu en rekið sem fyrirtæki en ekki stofnun og um að snýst málið. Pósturinn er allstaðar í ríkiseigu..meira að segja í hörðustu frjálshyggjulöndum.
Eimskip og fleira. Ekki viljum við eiga það undir að einhverir gladdar.... sem á stundum eru kallaðir ofurfjárfestar fari að leika sér með póstþjónustuna í landinu.... ég frábið það sem íslendingur og notandi þjónustunar.
Þó svo Íslandspóstur hafi verið há-effaður er hann einn af hornsteinum þjóðfélagsins og þannig fyrirtæki á ekki að afhenda einkavinum Sjálfstæðisflokksins eða nokkrum öðrum einkavinum.
Það voru hrikaleg mistök að selja grunnnet símans og það á eftir að kosta í framtíðinni.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.