10.9.2008 | 13:30
Allt á borðið...líka skoðun á ESB aðildarumsókn.
Þetta eru góð tíðindi en koma ekki á óvart. Ég held að flestir geri sér orðið grein fyrir að taka þarf á málefnum þjóðarinnar með opnum huga og án fordóma. Við vitum að eftir að samskipti á alþjóðavísu opnuðust er líf örhagkerfa og pínukrónu ekki að gera sig til framtíðar.
Vonandi er að hefjast víðtækt samráð sem leiðir til sáttar um stefnu og aðferðir til lengri tíma, ekki bara til að redda núinu eins og svo margir eru að ræða.
Ég reikna með að þessi víðæka sátt nái líka til þess að ræða framtíð Íslands í alþjóðasamfélaginu og sú umræða verði án fordóma og upphrópana gamaldags og þröngsýnna stjórnmálamanna sem horfa á heiminn í gegnum fordómagleraugun.
Tími þjóðernirshyggju í anda Guðna Ágústssonar og VG liðsins á að setja afturfyrir og ef þeir vilja ekki vera með í framtíðarútrás verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda þá verða þeir bara að sitja eftir með Jóni Bjarnasyni og félögum.
Við hin erum vonandi að leggja af stað í ferðalag til framtíðar.
Reynt að ná víðtækri sátt á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og gera hvað? fara í afturhalds tollabandalagið þar sem atvinnuleysi stöðnun ríkir?
ESB aðild og evra mun ekki hjálpa okkur neitt. en þeir eru hinsvegar margir sem sjá í hyllingum skrifstofustörf í Brussel þar sem engin völdum fylgja engin ábyrgð og þá sérstaklega ekki gagnvart kjósendum.
ESB ólýðræði og það ersárt að sjá Íslendinga vilja selja frelsi okkar og lýðræði fyrir einhverja styrki sem við þurfum síðan sjálf að greiða. en það er auðveldara að vera þræll heldur en að standa í eigin fætur.
Fannar frá Rifi, 10.9.2008 kl. 13:45
Fannar,
Svaraðu fyrst hvað sé lýðræði og hvers vegna lýðræði Íslendinga í dag sé eitthvað öðru vísi en hjá þeim þjóðum sem standa að baki EB ?
BNW (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:59
hvað er lýðræðinna inna ESB?
1 ríki = 1 atkvæði?
eða er ESB kannski meira:
Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía með kannski Spáni líka ákveða allt og ráða öllu.
og kannski líka:
lýðræðið í ESB er ekkert því að þeir sem ráða eru bjúrókratar sem ekki eru kosnir af neinum og bera ekki ábyrgð á neinu. eða hvernig skýriru það að útgjöld ESB hafa ekki verið samþykkt af eftirlitsstofnunum í hvað tæpan áratug og ekkert hefur verið gert til að bæta ástandið.
hvað myndir þú gera BNW ef ríkisstjórn Ísland kæmi fram og segði að það væri ekki hægt að gera grein fyrir því hvert 90% af útgjöldum ríkisins fóru?
eða að þeir sem uppljóstra um spillingu yrðu reknir meðan þeir sem spilltu yrðu færðir til í starfi? svona eins og að þeir sem báru vitni gegn Árna Jónssen yrðu reknir og hann færður til á milli kjördæma en héldi þingsetu?
Fannar frá Rifi, 10.9.2008 kl. 14:14
Þetta er náttúrulega fráleitar fullyrðingar. Hver heldur því fram að í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Írlandi, Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum ríki stöðnun... í öllum þessum löndum eru lífskjör á heimsmælikvarða og þau búa við mikinn stöðugleika í efnahags og peningamálum. Þetta sem Fannar frá Rifi ber hér á borð kalla ég vinstri grænt raus ... tilhæfu og rakalaust.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2008 kl. 19:27
Við tökum nú þegar upp 80% af lögum og reglugerðum ESB vegna EES samingsins og svona umræða eins og hjá Fannari frá Rifi lýsir best í hvaða volæðisfarvegi þessi mál hafa verið. En nú fer það að breytast.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2008 kl. 19:28
Af hverju vilja menn ekki skoða kosti og galla aðildar með viðræðum. Eru menn kannski hræddir um að þurfa að endurskoða það sem menn hafa bitið sig í?
Jón Halldór Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.