Umhverfisslys á Fljótsdalshéraði.

Það er ýmislegt að gerast sem eru afleiðingar þeirra stórframkvæmda og þess gríðarlega inngrips sem gert var í náttúruna með virkjun þarna og hliðarráðstöfunum.

Í ríkisútvarpinu í dag var fjallað um Lagarfljót og Löginn. Lögurinn er það sem setur mestan svip á Fljótsdal og Hérað. Lögurinn var fyrir þessar framkvæmdir djúpgrænn og setti mestan svip á þetta svæði að öllum þeim náttúruundrum sem þarna eru.

Nú hefur brugði svo við að þetta djúpgræna vatn er kolmórótt jökulvatn, enda vart við öðru að búast þegar stærstu hluta vatns úr Jökulsá á Brú er veitt yfir í Lagarfjót. Það má segja með sanni að ásýnd náttúru á þessu svæði er allt annað en áður var og má segja að skipt hafi verið um náttúrásýnd.

Mér heyrðist að fólki væri brugðið og ég hef heyrt að mörgum hafi komið þetta á óvart. Ég man líka í aðdraganda málsins að lítið var gert með þetta og lítið um það fjallað.

Ég hef, sem leikmaður haft hvað mestar áhyggjur af þessu atriði. Risavaxin jökulá er flutt milli héraða án þess að menn hafi af nokkru viti velt fyrir sér afleiðingum þess. Ég óttast að þarna eigi eftir að verða stórkostlegt umhverfisslys.

Ekki nóg með ásýnd Lagarins hafi breytst heldur má líka reikna með að lífríki hans hrynji til grunna enda eðli jökulvatnsins úr Jökulsá á Dal allt annað en vatnsins sem fyrir var. Einnig þarf að hafa áhyggjur af flóðum, hærra vatnsborði og stöðu við ströndina. Ekkert af þessu var skoðaða af neinu viti að því er sagt er. Ekkert heildstætt umhverfismat fór fram vegna þessar framkvæmda eins og menn vita.

Eitt atrið hefur enn verið nefnt. Svartsýnustu menn óttast að kaldara vatn í Leginum geti valdið lækkun meðalhita á svæðinu. Það hefur þó ekki verið staðfest en full ástæða til að velta því fyrir sér.

Við gætum því verið að horfa upp á óafturkræft umhverfisslys á Héraði vegna ílla ígrundaðra og ílla rannsakaðra framkvæmda í kapphlaupi okkar eftir lífsgæðum.


mbl.is Varað við hruni úr Hafrahvammsgljúfri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það var var böðlast áfram af fáeinum stjórnmálamönnum við allt sem laut að því að búa til þessi 350 störf þarna niður á Reyðarfirði. Gífurlegt inngrip í umhverfið við  ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og við Eyjabakkana skipti þessa menn og konur nákvæmlega engu máli. Framkvæma fyrst og sjá svo til eftir á ,var verkplanið.  Ekkert mat á umhverfiráhrifum hvorki í bútum né heildstætt.  Nú eru menn að sjá upphaf afleiðinganna  á Héraði - enginn veit hverskonar sveit þetta verður innan fárra ára- þetta er enginn smá jökulárflói sem þarna er kominn- koldrullugur og kaldur.  Síðan eru það sumaraðstæður innan fárra ára við Hálslón,þegar þrullusvaðið sem verður þarna orðin þykk og fíngerð leðja á tug ferkílómetra svæði frá maí og fram í lok ágúst- ár hvert.  Rykmyndun margfaldast frá því sem nú er og leggur yfir sveitina á Héraði, fyrst og fremst... Svo halda menn hvorki vatni né vindi yfir þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að leyfa sér að setja Bakka-Þeitareyki-Kröflu og Gjástykki í heildstætt umhverfismat.... og hæst heyrist í frúnni sem keyrði Kárahnjúka í gegn.

Sævar Helgason, 29.8.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Á fimmtudaginn s.l. datt ég inn í útsendingu á svæðisútvarpinu á Austurlandi, reyndar óvart, nenni yfirleitt ekki að hlusta lengur.  Þá var verið að tala við Þorstein Bergsson virkjanaandstæðing, um litinn á Lagarfljótinu.  Síðan var talað við nokkra aðra sem höfðu mismunandi skoðun á hlutunum og sýndist þar sitt hverjum.  Af þessari umfjöllun mátti auðveldlega draga þá alyktun að þessi liturinn á Lagarfljóti yrði svona til frambúðar.  

Raunveruleikinn er hins vegar sá, að mannvirkið er ekki komið í þann rekstur sem á að vera og nú um stundir rennur Jökulsá í Fljótsdal óbeisluð um sinn vanalega farveg á meðan Jökulsá á Dal (Brú) kemur í allri sinni "dýrð" í gegnum göngin til að knýja vélarnar. 

Þegar framkvæmdum er lokið við inntaksmannvirki Jökulsár í Fljótsdal og vatnið þaðan verður farið að renna um göngin, verða hlutirnir eins og áformað er og væntanlega til frambúðar.  Jökulsá á Brú fær þar af leiðandi lengri tíma til að fella út gruggið og þegar hún kemur til byggða ætti hún að vera ögn hreinni en hún er nú og liturinn á Lagarfljóti sem næst sínum upprunalega, þó skiptar skoðanir séu ennþá um það og tíminn einn getur leitt það í ljós.  Við að beisla Blöndu, varð hún ljósari og minni leirburður í henni.  Eitthvað svipað min gerast hjá Jökulsá á Dal (Brú). 

Ekkert hefur komið fram sem styður þá tilgátu að hitastig lækki á Héraði vegna kólnunar vatnsins.  Fyrirliggjandi rannsóknir sýna fram á að áhrifa vatnis í Lagarfljóti gæti einungis nokkra metra frá vatninu og sé á því svæði hverfandi.

Um svifrykið setti ég saman pistil á bloggi mínu, fyrir þá sem hafa áhuga http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/371964/

En svona rétt til að upplýsa um þetta leirfok í stuttu máli, þá er frá svæðinu sunnan við Öskju og frá svæðinu í kringum Jökulsá á Fjöllum, af svæði sem er margfalt stærra en allt svæðið sem mögulega kemur undan vatni við lónið við Kárahnjúka.   

En, - enn og aftur, þakka hina miklu umhyggju sem okkur er sýnd vegna þessara vandamála, sem við íbúar svæðisins, sjáum reyndar ekki sem mikið vandamál, - bara náttúrulegt fyrirbæri sem lifa þarf með og léttvæg miðað við það, að fjórðungnum var að blæða út vegna fólksfækkunar. 

Benedikt V. Warén, 30.8.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekkert að þakka Benedikt... þetta með umhyggjuna en það er djúpstæður misskilningur hjá þér að þetta sé einkamál fólks á Héraði hvað er að gerast þarna og hvernig var staðið að því. Við eigum Ísland saman og viljum ekki gera stórfellt mistök.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég gat ekki séð á skrifum þínum, Jón Ingi, en að þú hefðir miklar áhyggjur af lífi okkar hér.  Engir nema heimamenn merkja þennan mun á Lagarfljóti og vel að merkja það kom mjög greinilega fram í umhverfismati, að reikna mætti með meiri svifaur í Fljótinu og minna skyggni. 

Þvert ofan í það sem þú skrifar hér í pistli þínum, fóru fram ítarlegar og umfangsmiklar rannsóknir, og ef þú ert að gefa í skin að fólkið hafi ekki stundað sín störf af heilindum, þá ertu á villigötum.  Til er m.a. greinargerð um Héraðsflóann og áhrif vegna vatnaflutninganna á ströndina, sem þú virðist ekki vita um.

Eina sem við höfum saknað tilfinnanlega í þessu rannsóknarferli og er ámælisvert, er það að lifríkið í sjálfu Lagarfljóti (Leginum) hefur ekki fengið þá úttekt sem heimamenn hafa ítrekað farið fram á.  

Síðustu málsgreinar í færslu minni var um svifrykið og svar við hógvært orðuðum áhyggjum Sævars Helgasonar hér að ofan.  Ég get ekki annað séð að þar sé einungis um okkar vandamál að ræða, því varla plagar það þig né aðra landsmenn í öðrum hreppum og því ekki "...djúpstæður misskilningur hjá þér að þetta sé einkamál fólks á Héraði..."  - eða hvað???

Benedikt V. Warén, 30.8.2008 kl. 11:55

5 Smámynd: Sævar Helgason

Varðandi Hálslón:  Frá hausti frá á vor (september-maí) verður um 60 hæðarmetra yfirborðslækkun á Hálslóni. Þetta þýðir að margir tuga ferkílómetrar af botni lónsins verða á þurru, lúngan af sumrinu.  Á nokkrum árum verður söfnun bottfalls , frá Jöklu, búið að þekja allt það svæði og fínasta duftið alltaf efst.  Þetta gerist síðan á hverju sumri - alltaf eins. Mér finnst mjög hæpið að líkja þeirri rykmyndun sem þarna gerist- við náttúrulegar aðstæður á þeim eyðisöndum sem þarna eru um kring- þær eru breytilegar frá ári til árs..  Auðvitað er þetta sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Mótvægisaðgerðir geta orðið okkur alveg ofviða..  Nú á vormánuðum verður myndin hans Ómars Ragnarssonar frumsýnd- hætt er við að mörgum bregði við að sjá þau gríðarlegu náttúruspjöll sem þessu 350 störf á Reyðarfirði voru keypt fyrir.  Með meiri fyrirhyggju og vandlegri málsmeðferð hefði verið unnt að skapa þessi sömu störf með umfangsminni inngripi í náttúruna. En búið og gert.

Þetta er svona það sem mér finnst- ágæti Benedikt V.W. 

Sævar Helgason, 30.8.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Frá hausti frá á vor (september-maí) verður um 60 hæðarmetra yfirborðslækkun á Hálslóni. Þetta þýðir að margir tuga ferkílómetrar af botni lónsins verða á þurru, lúngan af sumrinu. " (S.H.)

Hálslón er í rúmlega 600 metra hæð yfir sjó og á tímabilinu september-maí er vetur á svæðinu og snjór yfir og/eða frosin jörð.  Reyndar er lónið að fyllast frá því í maílok og fram á mitt sumar og í lok ágúst er það fullt.  Líkur á sandfoki er engin á veturna né síðsumars.  Það má segja að júní sé sá mánuður sem einhvernar líkur séu á foki.   Þetta sjá allir hugsandi menn. 

Hálfan júnímánuð ætti þó svæðið að vera það rakt að litlar líkur séu á foki.  Hvað um það ef við gefum okkur að allur júní sé þurr, þá þarf að vera ríkjandi vestlægur strekkings vindur allan þann tíma til þess að þetta verði hvimleitt íbúum svæðisins.  Ég hef lifað nær allan minn aldur á Héraði og í mínum huga er þetta ekkert vandamál, eins og áður hefur komið fram.

Það verður hins vegar að gera þær kröfur til þeirra sem fjalla um hluti og málefni, að einhver glóra sé í umræðunni, ekki eingöngu tilfinningaþrungin óbeisluð ofankoma, sem litla eða enga samleið eiga með staðreyndum.

Benedikt V. Warén, 30.8.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jæja bara. Benedikt er þessu fullviss að landið er betra fyrir framkvæmdir en eftir. Hann verður auðvitað að sannfæra sjálfan sig og við því er lítið að segja. Þessi málflutingur hefur verið ástundaður frá því þetta var fyrst fært í tal.... allt í fína lagi og niðurstaðan er einföld, við erum ekki sammála og verðum það sennilega aldrei. Mín trú er að næstu ár munu staðfesta margt það sem menn eins og Benedikt hafa keppst um að afneita og trúa. Þetta heitir afneitun og meðvirkni og er illlæknalegt nema með sérstakri meðferð.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2008 kl. 16:16

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fyrirgefðu Bendedikt...átti að vara sannfærður um að landið er betra eftir framkvæmdir en fyrir.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Ingi.  Bentu mér á að ég sé að fara með rangt mál.  

Ég hef oft skipt um skoðun, ef men færa fugild rök fyrir máli sínu.   Ég hef verið að benda hér á það sem er ekki rétt hjá ykkur andstæðinum virkjana, sumt er rétt hjá ykkur annað stórlega ýkt og enn annað er beinlínis rangt og vel hægt að sýna fram á það. 

Það er því óþarfi að fara í þennan fasa:

"Þetta heitir afneitun og meðvirkni og er illlæknalegt nema með sérstakri meðferð." (J.I.C.)

Er þetta það sem þú kallar málefnanleg skoðanaskipti??

Benedikt V. Warén, 30.8.2008 kl. 16:50

10 Smámynd: Sævar Helgason

Ekki er ég nú andvirkjanasinni - öðru nær. Mér er bara ekki sama hvernig að málum er staðið. Þekking mín og reynsla á áliðnaði spannar nærri 40 ár - er einn af frumherjunum í greininni hér á landi. Nú er það bara reynslan ein sem skýrir okkur frá uppskerunni þarna norðan Vatnajökuls.. En vonandi berum við gæfu til að standa betur að öllum undirbúningi svona stórframkvæmda - en þarna var gert (Kárahnjúkar) Sjálfur vil ég landsbyggðinni allt hið besta...

kveðja 

Sævar Helgason, 30.8.2008 kl. 18:15

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er ekki andvirkjanasinni frekar en Sævar. Þetta er eina virkjunin á Íslandi utan Djúpadalsvirkjunar sem ég hef skrifað gegn. Vinnubrögðin, stærðin og yfirborðslegar rannsóknir settu mig í hóp þeirra sem hafa stórar efasemdir um þessa virkjun. Þetta var keyrt í gegn af misvitrum stjórnmálamönnum og þeir sem höfðu efasemdir voru kallaði illum nöfnum, gerðir tortryggilegir og talaðir niður.

Þetta voru einfaldlega vond og óskynsamleg vinnubrögð og afrakstur lítill miðað við þær fórnir sem þetta hefur kostað og mun kosta.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband