Hráskinnaleikur og blekkingar.

Það hefur stundum farið mikið fyrir hinum háværa forstjóra Hvals hf. Hann hefur stundum farið offari og reglur og lög hafa ekkert endilega verið að vefjast fyrir honum að eigin sögn. Vonandi er þetta bara karlagrobb og hann er líklega ekkert annað en hógvær löghlýðinn borgari þó svo hann vilji stundu spila töff.

Miklar umræður og deilur spruttu um það fyrir nokkru þegar sjávarútvegsráðherra heimilaði veiðar á stórhvelum, nánar tiltekið langreyði. Mjög margir voru þessu afar andsnúnir þar á meðal ég og rökin voru að það væri tilgangslaust og fjáraustur að veiða hvali með úreltum búnaði og auk þess óseljanlega vöru. Þá hafði forstjórinn hátt og sjávarútvegsráðherra bergmálaði enda eru þeir drengir nátengdir í pólitíkinni....þeirri aumu tík.

Svo kom önnur gusa þegar í ljós kom að þetta aldraða hvalkjöt hefði verið flutt úr landi í skjóli myrkurs og enn blés skjávarútvegsráðherra á málið en minna heyrðist í forstjóra Hvals... þó aðeins.

En eins og venjulega fylgja fjölmiðlar á Íslandi málum illa eftir og umræðan dó nærri samstundis og enginn hafði áhuga á að kynna sér mál eða rannsaka.

En nú hafa umhverfissamtök lýst því yfir að kjöt þetta hafi verið flutt ólöglega til Japans og þess bíði ekkert annað en vera eytt.

Ef þetta er rétt er þá ekki kominn tími til að viðurkenna að stórhvelaveiðum við Ísland er lokið og afhenda Þjóðminjasafninu hvalbátana að gjöf..... þeir munu sóma sér vel á atvinnu eða sjávarútvegssafni og hvað sem um Hval hf má segja..... þeir hafa passað vel upp á þessa safngripi. En hver borgar svo brúsann... hvað varðar kostnað við veiðarnar síðast skal ósagt látið en ljóst er að arðsemis og skynsemissjónarmið var ekki með í þeirri för.


mbl.is Grænfriðungar segja að hvalkjöti verði hugsanlega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband