22.8.2008 | 21:19
Ráðhústorg minninganna...
Gamla góða minningin um Ráðhústorg og nágrenni fyllir hugi margra. Í minni minningu var Ráðhústorgið gagnstétt, yst, svo komu götur umhverfis og svo kom önnur breið gangstétt þar fyrir innan. Við þá gangstétt voru bílastæði á þrjá vegu og það mátti keyra hringinn... og oft var mikil umferð þarna og lagt í öll stæði. Innst var svo afgirtur grashringur og það var ekkert sérstaklega vel séð að verði væri að þvælast þar inná. Þar voru einnig þrjú eða fjögur blómabeð með sumarblómum. Ósköp sætt en ekki til notkunar fyrir útivist endilega. Síðan voru tveir eða þrír lausir bekkir við þessa girðingu.
Ég fann tvær myndir sem ég tók á öskudaginn 1967 og eru hér efst. Önnur er tekin vestan við Landsbankann og sýnir umferðina sem kemur norður Hafnarstrætið en þarna var enn vinstri umferð. Glöggt sést að Hafnarstrætið er breið, malbikuð gata og til vinstri sést í gagnstéttina sem var næst grashringnum.
Neðri myndin er tekin á horni Hafnarstrætis og Ráðhústorgs og þar sést hvar mátti leggja bílum þeim megin. Gamli Volvoinn er þarna við gangstéttarbrúnina. Lögreglan stendur vaktina, þarna eru að því mig minnir best tveir þekktir lögreglumenn, þeir Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn til vinstri og Ingimar heitinn Skjóldal stendur vaktina á horninu. Þetta var í þá daga sem lögreglan gekk gjarna um í miðbænum, sýndu sig og sáu aðra.
Ég fann ekki mynd í fórum mínum svona í fyrst lotu af grashringnum en þær eru til óteljandi.
Hér svo enn eldri mynd frá því fyrir malbik og gras. Þá var Ráðhústorgið malarflöt með verslunarskúr á vestan til og Hótel Oddeyri var í húsinu lengst til hægri þar sem nú stendur Landsbankinn. Ekkert sérstaklega grænt eða fyrir augað.
Svo til gamans má nefna það að Ráðhústorgið okkar er á uppfyllingu sem dælt var upp í vík sem náði alveg inn að núverandi torgi. Dæluskip var hér tvö sumur, 1927 og 28 að mig minnir, við þá iðju að búa til þá bæjarmiðju sem við þekkjum í dag..Víkin sú sem fyllt var upp, bar það virðulega heiti Fúlavík í daglegu tali manna. Fjöruborðið á þessari mynd sem er frá 1895 er nærri þeim stað sem núverandi torgmiðja er. Í krikanum er vestasta að nokkrum brúm sem voru á Strandgötunni í árdaga. Þær brúuðu kvísar og kíla sem áttu uppruna sinni í Glerá og flæmdust um alla eyri, mismikið eftir vatnsmagni árinnar.
Og nú er það spurning.... hvað af þessum torgum er það sem okkur finnst við eiga að endurheimta ?
Mér fannst torgið skemmtilegt og fallegt þegar búið var að tyrfa það um verslunarmannahelgina. Kannski er torgið eins og það er það besta..... bar að taka dágóðan flöt af því og búa til flöt með grasi til að flatmaga á góðviðrisdögum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk f. þennan pistil... sammála...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:12
Ég er sammála því að við þurfum að fara aðeins til baka í tíma og finna í minningunni góða mynd af torginu. Þegar hún er fundin, má endilega drífa í að breyta torginu til batnaðar, svo að þeir sem fara þar um sjái þar fegurð og líf. Eins og er, kemur miðbærinn mér fyrir sjónir sem fangelsisbygging ( Sóvárhúsið ) með fangagarði í miðju. Við breytinguna verður að hafa í huga, að bæjarmiðja þarf að vera nothæf og fólk þarf að fá að flatmaga á flötinni sem allir bíða eftir.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.