21.8.2008 | 21:09
Tollgæsla á Akureyrarflugvelli. Áhyggjuefni ?
Ég var að hlusta á samgönguráðherra um daginn. Hann boðaði endurbætta aðstöðu á Akureyrarflugvelli. Það er verið að lengja flugbrautina eins og kunnugt er og í framhaldi getum við reiknað með að alþjóðlegt flug um völlinn aukist.
Ég var ekki viss með hvað samgönguráðherra átti við þegar hann talaði um nýja flugstöðvarbyggingu, hvort hann átti við alveg nýtt hús eða hvort hann var að tala um að prjóna þyrfti við húsið einu sinni enn. Flugturninn eins og þetta var kallað í gamla daga var byggður á árunum 1960 - 1970. Þegar ég var að fljúga sem barn í þristum milli Akureyrar og Reykjavíkur var flugstöðin í gömlum bretabragga, grænum, við suðurenda brautarinnar.
Svo kom Skapti í Slippnum og byggði eitt stykki flugturn, sem var lengi í byggingu og alla mína æsku og langt fram á unglingsár voru flugumferðarstjórar einni hæð neðar í dag því glerhvolfið efst kom mörgum árum síðar. Síðan þá er búið að byggja tvisvar við...fyrst til norðurs og svo til suðurs og enn er allt orðið of lítið.
En hvernig er aðstaða og starfssemi í kringum flugið þessa dagana ? Um daginn kom frétt þar sem innanlandsfarþegar voru settir út með allt sitt hafurtask af því erlent flug var á svæðinu. Slíkt er náttúrulega ekki boðlegt.
Og hvernig er öryggisgæslu háttað á þessum ágæta velli okkar ? Er tollgæslan nægilega öflug ? Er tækjabúnaður hennar eins og best verður á kosið ?
Mér er það ljóst eftir að hafa kynnt mér hvernig til háttar á Egilsstaðaflugvelli þá er aðstaða hér og eftirlit í skötulíki. Á meðan á Egilsstöðum er búnaður allur hinn fullkomnasti og nánast nýr þá er tækjabúnaður og aðstaða hér í skötulíki. Það er að vísu vopnaleitarhlið en þá er þetta nánast upp talið. Fíkniefnaeftirlit er nánast ekkert og fíkniefnahundur hefur ekki mætt á svæðið vikum eða mánuðum saman. Gegnumlýsingartæki eru ekki til staðar og tækjabúnaður allur og aðstaða er afar frumstæð.
Þegar maður hefur verið að kynna sér þessa hluti verður manni smásaman ljóst að Akureyrarflugvölllur er kjörin aðkomuleið fyrir fíkniefni inn til landsins. Þó svo tollverðir og lögregla séu á svæðinu hafa þeir ákaflega takmarkaða möguleika til að skila starfi sínu af öryggi. Nútíma tollgæsla þarf að vera tæknivædd og þjálfaðir fíkniefnahundar þurfa alltaf að vera til staðar. Svo er alls ekki í dag.
Ég ætla ekki að halda því fram að Akureyrarflugvöllur sé hlið fyrir fíkniefnainnflutning en mér er jafnframt ljóst að sá möguleiki er fyrir hendi ef óprúttinir smyglarar vilja nota þá leið.
Það er mér því ánægja sem Akureyrings að samgönguráðherra boði nýja tíma á Akureyrarflugvelli. Ég trúi því að með breyttri og bættri aðstöðu verði öryggismálin bætt af sama skapi og hér verði sambærilegt öryggi eins og Egilsstaðaflugvelli þar sem aðstaðan er ný og fullkomin þó ekkert sé flugið til og frá útlöndum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nafni.
Takk fyrir að hreyfa mikilsverðu málefni, en það er aðstaða á flugvöllum og tollþjónusta.
Ég hnýt um eina setningu í niðurlagi pistils þíns, en hún er: "þó ekkert sé flugið til og frá útlöndum".
Trúlega áttu við að ekkert áætlanaflug sé til og frá útlöndum á Egilsstaðaflugvelli í dag.
Flugumferð um Egilsstaðaflugvöll hefur verið mjög mikil undanfarin ár og upp í 5 áætlanaflug á viku um tíma. Annað flug um völlinn er einkaflug og leiguflug, auk þess sem völlurinn þjónar sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.
Forsendur fyrir áætlanaflugi hafa nokkuð raskast við efnahagslægð og hækkað eldsneytisverð, en mjög líklegt er að áætlanaflug hefjist aftur innan fárra mánaða í einhverri mynd um Egilsstaðaflugvöll.
Þess vegna er nauðsynlegt að fyrir hendi sé aðstaða til tolleftirlits þar, eins og á öðrum millilandaflugvöllum.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þörf fyrir umbætur á Akureyrarflugvelli, en tek undir mál þitt í því efni.
Jón Halldór Guðmundsson, 21.8.2008 kl. 22:32
sæll... ég meina það eimitt...en ekki í neinni neikvæðri merkingu.. Viðmið mitt er að aðstaðan sé til fyrirmyndar á Egilsstöðum og við það viljum við miða hér og bæta aðstöðuna á Akureyri
Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.