Veislan búin, Framsókn í skítverkin.

Staða Orkuveitu Reykavíkur er afar erfið að sögn þeirra sem til þekkja. Sjálfstæðismaðurinn Kjartan Gunnarsson var formaður stjórnar fyrirtækisins í tíð síðasta meirihluta eða í 203 daga. Á þeim tíma virðst sem Sjálfstæðismönnum hafi orðið ljóst að Orkuveitan er heit kartaffla, eitrað peð, þannig að þar brestur á með flótta flokksins frá verkefninu.

Sjálfstæðistflokkurinn hefur í gegnum árin verið afar gagnrýnin á rekstur fyritækisins en með aðild að meirihluta virðist sem flokkurinn hafi vilja komast að kjötkötlunum. Þetta var auðvitað svolítið fínt og þeir vissu af laxveiðferð fyrrum stjórnarformanns þar sem hann bauð fulltrúum fyrirgreiðsluflokkanna til laxveiði í umboði Baugs. Gamli góði Villi, Björn Ingi, Guðlaugur Þór og fleiri fóru. Guðlaugur borgaði að vísu en ekki var minnst á að hinir hefðu haft fyrir því.

En nú er tími laxveiðiferða og kaupréttarsamninga liðin og Orkuveitan eitrað peð eins og áður er sagt. Þá er nú fínt að setja Framsóknarflokkinn, mann úr 14. sæti í skítverkin.

Það er nú þannig að þegar þarf að takast á við eitrað peð í skákinni, þá þarf oft að fórna manni. Það á sem sagt að fórna Framsóknarmanni því einhver verður að fara í að moka út úr fjósinu og hverjir kunna það betur en Framsóknarmenn....eða þannig Crying


mbl.is Líst vel á starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gunnlaugur Sigmundsson er mjög hæfur maður í þetta starf.

Jakob Falur Kristinsson, 21.8.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðlaugur G. Sverrisson á örugglega eftir að standa sig vel

Óðinn Þórisson, 21.8.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er það ekki bara.... það er þá líklega kostur að þekkja ekkert til orkumála eða málefna Orkuveitunnar eins og Guðlaugur viðurkenndi í fréttum áðan.

Ég hef nú yfirleitt verið á þeirri skoðun að heldur betra sé að þekkja og hafa vit á því sem maður ætlar að takast á við...

Dæmigerð einkavinavæðing... vinur Óskars Bergssonar og hundtryggur Framsóknarmaður og það dugar.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband