Menningarverðmæti á menningarnótt.

Í tilefni menningarnætur er ráð að rifja upp eitt áhrifaríkasta þjóðkvæði sem við eigum. Þetta stutta þjóðkvæði inniber allt sem þarf til að túlka og upplifa þá stemmingu sem bíður okkar á menningarnótt.... ég hlakka til.

Ólafur reið með björgum fram,
- villir hann, stillir hann -
hitti fyrir sér álfa rann,
- þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. -


Þar kom út ein álfamær,
- villir hann, stillir hann -
gulli snúið var hennar hár,
- þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. -


"Velkominn, Ólafur liljurós!
Gakk í björg og bú með oss"

"Ekki vil ég með álfum búa.
Heldur vil ég á Krist minn trúa."

"Bíddu mín um litla stund,
meðan ég geng í grænan lund."

Gekk hún sig til arkar,
greip upp saxið snarpa.

"Ekki muntu svo héðan fara,
að þú gerir oss kossinn spara."

Ólafur laut um söðulboga,
kyssti hann frú með hálfum huga.

Hún lagði undir hans herðarblað,
í hjarta rótum staðar gaf.

Ólafur leit sitt hjartablóð
líða niður við hestsins hóf.

Ólafur keyrði hestinn spora
heim til sinnar móður dyra.

Klappar á dyr með lófa sín:
"Ljúktu upp, ástarmóðirin mín!"

"Hvaðan komstu, sonurinn minn?
Hvernig ertu svo fölur á kinn?

Svo ertu blár og svo ertu bleikur,
sem þú hafir verið í álfaleik."

"Mér tjáir ekki að dylja þig:
álfamærin blekkti mig.

Móðir, ljáðu mér mjúka sæng,
systir, bittu mér síðuband."

Leiddi hún hann í loftið inn,
dauðan kyssti hún soninn sinn.

Vendi ég mínu kvæði í kross,
- villir hann, stillir hann -
Sankti María sé með oss,
- þar rauður loginn brann,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

(þjóðkvæði)


mbl.is Kynningarfundi um Menningarnótt aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband