Borgarfulltrúar verða að athlægi.

Með frétt þeirri sem þetta er tengt við er viðtal við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. Hann er greinilega afar greindur og eftirtektarsamur borgarfulltrúi. Hann upplýsti fréttamenn um að engin óvissa væri í borgarmálunum og ekkert að frétta. Gott að við völd eru menn sem eru meðvitaðir og svara af ábyrgð.

En hvað gerist svo.... umræddur Kjartan og félagar hans læðast niður brunastiga til að sleppa við fréttamenn.... hversu lágt er hægt að leggjast.

En Kjartani til vorkunar er engin óvissa og ekkert að frétta þannig að hann var bara að gera fréttamönnum greiða með að flýja út bakdyramegin.

Næst fer hann að ráðum Spaugstofunnar og fer holræsaleiðina. Sjálfstæðisflokkurinn er örugglega búin að láta útbúa fljóttaleið úr kjallara Ráðhússins sem endar í Tjarnarhólmanum. Þar munu þeir síðan snúast í hringi og leita að öndunum..... sem gætu hugsanlega bjargað þeim úr þessari kyrrstöðu og fréttaleysi.

Vitið.... ég eininlega veit ekki lengur hvort ég á að hlægja eða gráta....svo fáránlegt er þetta orðið.


mbl.is Óvissa um meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband