14.8.2008 | 11:19
Fúafleytan að sökkva.
Sjálfstæðismenn hafa endanlega gert langt upp á bak og nú svíður undan sullinu sem brennir sig hægt og bítandi inn í húð flokksins. Mistök Sjálfstæðismanna við myndun þessa svokallaða meirihluta eru örugglega mestu mistök þessa flokks frá upphafi. Ef til vill má líkja þessu við uppákomuna með Gunnar Thoroddssen fyrir bráðum 30 árum.
Mér finnst einhvernvegin að menn hafi gleymt því að borgarstjórinn Ólafur F er Sjálfstæðismaður hefur aldrei verið neitt annað. Sjálfstæðisflokkurinn og uppalningar hans eiga þetta því skullaust og meira en það.
Það er hörmulegt fyrir Reykvíkinga að þetta fólk hefur kostað borgjarsjóð hundruð milljóna og borgarfulltrúar flokkins geta aldrei þvegir hendur sínar af vanhæfni og mistökum sem þarna voru gerð.
Nú sýnist flestum að leita eigi til Framsóknarmanna um hjálp. Samkvæmt síðustu könnun var Ólafur F með 1,8% en Framsókn 2%. Ef ekki er verið að gefa borgarbúum langt nef með þessum hugleiðingum hvað þá ? Kannski hefur Óskar Bergsson engu að tapa.... Framsókn er hrunin í borginni og mun ekki ná vopnum sínum. Því þá ekki að gerast liðsmaður fúaskútunnar sem míglekur og er orðin þung í sjónum. Rottur flýja lekafley og það má sjá merki þess að svipað sé að gerast á þessari lekabyttu, borgarfulltrúar eru farnir að flýja í annað.
Ef Guðni formaður, örugglega í samstarfi við Alfreð orkuveitu er að sauma nýja bót á meirihluta Sjálfstæðismanna er illa komið fyrir flokknum í borginni..... en Alfreð hefur aldrei verið neitt heilagt þannig að mér kæmi á óvart ef ekki verður af þessum meirihluta og Ólafi F varpað fyrir borð þar sem Gísli Marteinn damlar á braut í björgunarbát fúafleytunnar.
Spurning hvor hann tekur Ólaf upp í til sín og hafi hann með í borgarstjóraskólann í Skotlandi.
Borgarfulltrúar segja fátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.