Fórnarkostnaður græðgi og skammsýni ?

Dýrafjörður West Iceland Ég hef alla tíð verið unnandi íslenskar náttúru og viljað veg hennar sem mestan. Jafnframt geri ég mér grein fyrir að við getum ekki steypt landið og þjóðina í fullkomna kyrrstöðu ofverndunar og ofstækis. En þegar hugmyndir eins og þær sem nú eru reifaðar af mönnum sem taka ber alvarlega, er komið að því að bregðast við af hörku og fullkominni staðfestu.  Nokkir menn  hafa verið að tala um það..... að því er ég best veit að þjóðinni komi best að á Vestfjörðum rísi stóriðjuver... olíuhreinsistöð og hana eigi að reisa fyrir dularfullt rússneskt fé á stað sem þessir ágætu menn ætla sér að velja sjálfir.  Staðurinn á annað hvort að vera Sandar við Dýrafjörð eða það sem betra er að þeirra sögn, Hvesta við Arnarfjörð.

Þegar svo er komið að menn tali um svona gjörning af algjöru ábyrgðarleysi og ætli sér að notfæra sér þrönga stöðu sveitarfélaga til að fá sveitarstjórnarmenn til að breyta gegn betri vitund ( þó þeir þyrðu aldrei að viðurkenna það ) þá er kominn tími á hina fullkomnu andstöðu og ég brýni alla þá er unnna landi og þjóð að stöðva menn sem bjóða upp á jafn galnar hugmyndir og þessir olíuumboðsmenn hafa verið að presentara að undanförnu. Þetta væri alvarlegasta skemmdarverk gegn ímynd Íslands frá því land byggðist.

Að ofan Dýrafjörður ... Sandar til vinstri og að neðan Hvesta við Arnarfjörð.

                                                                              Hvesta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta innlegg þitt Jón Ingi. Við deilum ekki sömu skoðunum í sumu en í þessu efni tek ég heilshugar undir hvert einasta orð sem þú setur fram hér. Ég vona svo heitt og innilega að það takist að kasta þessari skelfilegu hugmynd út í hafsauga og við þurfum ekki einu sinni að sjá hana tekna til umræðu um ókomna framtíð.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 818666

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband