Pistlahöfundur ver borgarstjóra.

Í 24 stundum í dag skrifar þekktur pistlahöfundur á Akureyri grein til varnar Ólafi F borgarstjóra í Reykjavík. Honun finnst að borgarstjóri sé lagður í einelti að ástæðulausu og ásakar Kastljós sjónvarps sérstaklega fyrir vonda framkomu.

Það gleður mig þegar "Akureyringar" taka upp hanskan og leggjast í vörn fyrir lítilmagnan og krefjast réttlætis. Pistlahöfundur þessi hefur verið þekktur fyrir önnur efnistök í þessum málum og hafa stjórnmálamenn á Akureyri .... sérstaklega utanbæjarmenn í þeirra hópi fengið það óþvegið og ekki endilega rökstutt í botn.

Bæjarstjórinn okkar hefur td fengið nokkrar gusurnar á sig og hefur verið lagt það til lasts að vera utanbæjarmaður sem er slæmt að mati umrædds pistlahöfundar.

En af hverju þessi nýja áhersla og vörn fyrir borgarstjórann í Reykjavík sem er borgarstjóri í bæ langt í burtu og hefur svolítið búið til vandræði sín sjálfur. ?

Það skyldi þó ekki vera að borgarstjórinn umræddi á rætur að rekja til Akureyrar en það hefur fram að þessu verið lykilatriði i ágætum fólks í augum þessa ágæta pistlahöfundar.

En þetta er auðvitað bara della í mér svona meðan ég drep tímann fram að ferð inn að Þeistareykjum á eftir með Láru varaþingmanni og myndavélinni hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það fyrsta sem mér datt í hug við lestur pistils Hjörleifs var ,,gerir maðurinn sér enga grein fyrir því að Ólafur er utanbæjarmaður í Reykjavík?" Það ætti að vera næg ástæða fyrir Hjörleif að rakka manninn niður. Hvað getur hann vitað um borgarpólitíkina sjálfur utanbæjarmaður. Pistill Hjörleifs er skot í fótinn eða eins og að stunda grjótkast úr glerhúsi. Æi hvað Hjörleifi eru mislagðar hendurnar í þessum málum.

Páll Jóhannesson, 6.8.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband