Stórkostlegri hátíð lokið.

Ein með öllu að baki..

Ein með öllu og allt undir er að baki. Lokið er frábærlega vel heppnaðri verslunarmannahelgi þar sem jákvæður andi sveif yfir vötnunum. Það gaf tilefni til mikillar bjartsýni þegar maður sá hvernig Magga Blöndal og Akureyrarstofa ætluðu að tækla þessa helgi. Vinir Akureyrar komu til leiks af mikilli ábyrgð og samvinna allra var með miklum ágætum. Allir lögðust á eitt við að láta þessa hátíð takast vel. Lögregla, skátar, Þórsarar, Ka-menn.... auka fjölda annarra sem að þessu komu með Akureyrarstofu og Möggu. Bæjarstarfsmenn lögðu nótt við dag undir styrkri verkstjórn Gunnþórs bæjarverkstjóra.

Ég hef aldrei upplifað bæjarbúa jafn tilbúna í þessa helgi eins og nú. Það er afar líklegt að jákvæð kynning, sérstaklega skemmtileg efnistök og væntingar gerðu aðdraganda og síðan þessa helgi afar skemmtilega og vel heppnaða. Ég er viss um að þessi helgi breytir afstöðu bæjarbúa og bæjaryfirvalda til hátíðahalda um verslunarmannahelgi svo um munar.

Hátíðinni lauk svo í kvöld þar sem Björgunarsveitin Súlur fór á kostum í flugeldasýningu sem Saga Capital kostaði. Það ætlaði allt um koll að keyra hjá þeim þúsundum og aftur þúsundum sem sátu í brekku og stúku Akureyrarvallar og sungu og trölluðu fram að því andartaki sem flugeldasýningin hófst. Myndin hér að ofan er skot inn í einn flugeldinn og þar birtast hin ótrúlegustu munstur þegar vel er að gáð.

Frábærri verslunarmannahelgi er lokið og nú er bara að nota mánudaginn til að jafna sig áður en hið daglega amstur hefst á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið er ég sammála þér,- þetta var alveg yndisleg helgi og gjörsamlega frábærir sparitónleikar og flugeldasýning ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.8.2008 kl. 13:30

2 identicon

Flugeldasýningin flott frá mér séð...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband