Notalegur dagur í Hrísey.

Það var notalegur dagur í Hrísey fyrir nokkru. Samfylkingarfólk og fjölskyldur þeirra sem stödd voru í eyjunni eða áttu leið um hittust í húsi Hallgríms og Oddnýjar... grilluðu saman, sungu og sögðu sögur. Afar notaleg stund. Gestrisni húsráðenda einhvernvegin umvafði mann. Lára Stefáns söng vísur fyrir börn og fullorðna og allir tóku hraustlega undir nema kannski ég af tillitssemi við nærstadda. Fleiri spiluðu og sungu þar á meðal Ómar maður Lindu og dóttir hennar, frábær söngkona tók nokkur lög við gítarundirleik Ómars.

Notaleg stemming í Hrísey

Hrísey er hreinn dýrðarstaður fyrir þá sem vilja eiga notalega stund utan stress og áreitis þéttbýlis og umferðar. Frábærar gönguleiðir og rólegt mannlíf. Þetta nyrsta hverfi Akureyrar hefur svo sannarlega verið hvalreki fyrir sveitarfélögin bæði sem nú vinna sem ein heild að heill og hamingju íbúa sinna.

Gunna og Linda  Undirleikarinn  Oddný og félagar

Linda og Guðrún koma nærri flestu sem gerist í Hrísey og eru algjörir töframenn ef á að lokka fram  veitingar eða skipuleggja fundi eða uppákomur.

Undirleikarinn var ekki af verri endanum og stíllinn var frábær... það var eins maður dytti inn í stemmingu miðrar síðustu aldar.

Oddný hússtýra er mikill gleðigjafi og segir þeim Hríseyjarmæðgum eitthvað skemmtilegt.

The land of endless beauty

Svei mér þá ef mig langar ekki til að eignast athvarf í Hrísey og eiga þar óteljandi dýrðarstundir. Kannski er þetta aldurinn því ekki datt mér í hug að mig gæti einhverntíman langað til að setja mig niður í rólegheitum í frístundum. Frekar hefur það verið þannig að aldrei fékk ég nóg af að þvælast sem víðast og sjá sem mest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband