Fróðlegt að fylgjast með þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn dalar og er kominn í 32% VG stígur og er komnir í 22%. Aðrir eru nánast óbreyttir og áhugavert að skoða að Framsókn undir stjórn Guðna og Valgerðar haggast ekki úr 9% fylginu.

Og svo er gaman að taka smá pælingu. Samfylking hefur oftast fengið heldur meira fylgi en þeim er mælt í könnunum... Sjallar fá ofast minna fylgi í kosingum en þeir mælast með í könnunum. Þekkt er VG tilhneygingin þar sem kannanafylgi hverfur af þeim í kosingum. Þetta virðist gerast með flokkana lengst til hægri og vinstri... mælast vel í könnunum, dala í kosningum. Svarhlutfall var lágt núna eða rúmlega 60 %

Þá er gaman að pæla aðeins.... ef kosið væri nú fengi Sjálfstæðisflokkur 28 - 30 %. Samfylking 29 - 32 %. VG 16 - 19 %. Framsókn fengi 8 - 11%. Frjálslyndir 5 % og Íslandshreyfingin 2 %.

Ný ríkisstjórn eftir slíka niðurstöðu yrði áfram stjórn Samfylkingar og Sjálstæðisflokks en nú undir forsæti Samfylkingar. Ingibjörg Sólrún yrði nýr forsætisráðherra og Geir Haarde yrði utanríkisráðherra.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga í erfiðleikum og það er að sumu leiti skiljanlegt. Ráðuneyti undir stjórn Sjálfstæðisráðherra hafa verið lítt sýnileg og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með í umræðunni. Það er umhugsunarefni fyrir Geir Haarde og flokkinn hans í heild.

Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa flestir verið mjög sýnilegir og hafa verið að taka ákvarðanir sem tekið er eftir. Menn mishrifnir eins og gefur að skilja en verið að vinna í málum.

Að mínu mati þurfa forsætisráðherra og fjármálaráðherra að verða stórum virkari og því miður held ég að dalandi fylgi ríkisstjórnarinnar í könnunum eigi svolítið rætur að rekja til þess stóra málaflokks sem efnahagsmál og fjármál eru og þar hafa ráðherrar Sjalla verði nokkuð mikið að segja pass.


mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hafa Samfylkingarmenn verið að segja eitthvað annað en pass í efnahagsmálum?

Ég sé ekki betur en að þeir hafi reynt að fela sig eins og hægt er í efnahagsmálum og vona að klíningurinn lendi allur á íhaldinu.

Það eina sem kratarnir hafa lagt til er að leggja til að sækja um ESB aðild, sem allir hafa viðurkennt, líka kratarnir, að sé ekki í kortunum í bráð.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Forsætis og fjármálaráðuneyti eru lykilráðuneyti við stjórn efnahagsmála... þar fer fram stefnumótun og formleg vinna við þessa málaflokka. Fjármálastjórnun er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar og Seðlabanki vinnur stefnuna í peningamálum. Þetta átt þú að vita sem innvígður Framsóknarmaður til fjölda ára. Frumkvæði og framlagning kemur frá þeim ráðuneytum sem á þeim bera ábyrgð ... minn kæri. Viðskiptaráðherra fer með stjórn viðskiptamála og þaðan hafa komið mörg comment og ráðleggingar varðandi ESB umræðuna. Það þarf að ræða og koma í farveg því það er ekki spurning um hvort heldur hvenær og það skyldi þó ekki vera nær en þig grunar kæri Gestur.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórn bera sameiginlega ábyrgð á framkvæmdavaldinu í umboði forseta lýðveldisins að gefnum stuðningi Alþingis. Í það minnsta hefur það verið tilfellið hingað til frá stofnun lýðveldisins. Forsætisráðherra er ráðherra efnahagsmála, það er rétt, en efnahagsmál snerta öll ráðuneyti og þar með eru efnahagsmálin á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar og þar með einnig samstarfsflokksins, Samfylkingarinnar. Seðlabankinn er verkfæri ríkisstjórnarinnar, sem vinnur eftir þeim markmiðum sem ríkisstjórnin setur henni, þannig að Samfylkingin getur alls ekki falið sig bakvið DO, ef hún vill láta líta á sig sem stjórntækan flokk, en ekki óábyrgt kosningabandalag ósamstæðra flokksbrota.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 23:19

4 identicon

Það kemur eflaust nýr umhverfisráðherra innan skamms. Guði sé laun ef það gerist, því að mínu mati er manneskjan gjörsamlega óhæf. Ég veit ekki hvar Samfylkingin grefur svona lagað upp, maður sér þetta ekki einu sinni á götunum!

Ég (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband