Eru einhverjir svona í stjórnmálum hér ?

Blessaður karlinn...leiðinlegt af fá svona eftirmæli...uppdagað steintröll sem barðist gegn mörgu því sem til framfara horfði.

Helms var harður andstæðingur frjálslyndra viðhorfa og barist gegn fóstureyðingum, réttindum samkynhneigðra, kommúnisma, þróunarhjálp, afvopnunarsáttmálum og Sameinuðu þjóðunum.

Ég held að við séum ekki með neinn svona á þingi hér í dag. En gæti verið að við séum með einhverja sem berjast af sömu blindni gegn framtíðinni og þessi maður gerði i Bandaríkjunum.

Gæti verið að við séum með einhverja sem berjast gegn framtíðinni....samvinnu okkar á alþjóðavísu, að íslendingar sitji við sama borð og aðrir í Evrópu ?. Erum við kannski með einhverja sem vilja ekki frjálsa samkeppni og aðgengi okkar að vöru og þjónustu á jafnréttisgrundvelli og þjóðir í kringum okkur ? Getur verið að við séum með einhverja sem skilja ekki þróun alþjóðamála og mikilvægi þess að bindast  samtökum á alþjóðavísu ?

Ég held að við séum með nokkra svona á þingi í dag. Ekki ætla ég að reyna að nefna þá en þeirra helstu baráttumál gegn framtíðinni eru.... ekki Evrópusamband, ekki evru, ekki skulbindingar um jafnrétti á mörkuðum, ekki innflutning á gæðavörum frá útlöndum, ekki ...? ekki...? ekki....?

Sennilega fá nokkrir þingmenn á okkar háa Alþingi í dag þau eftirmæli.....í fyllingu tímans.... hann barðist af einurð gegn framtíðinni en tapaði.


mbl.is Jesse Helms látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sá eini sem kemst í námunda við þennan íhaldspúng er Björn Bjarnason en hann er nú snöggt um skárri og kemst ekki með tærnar hvar þessi karlskröggur hefur hælanna.

"Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" sagði Megas og tekst mogganum það svo sannarlega með þessari frétt sinni.  Ég get ekki annað en andvarpað af létti að það sé engin sé svona illilega slæmur á íslandi. Allaveganna hef ég svo mikla fyrirlitningu á svona kreddu íhaldi að ég þarf að hafa mig allan til að umbera það.  

Brynjar Jóhannsson, 13.7.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband