Kreppa.... er kreppa á Íslandi ?

Á vísindavefnum er gefið þetta svar þegar spurt er um kreppu.

"Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað.

Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þumalputtaregla að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð þá sé hagkerfið í kreppu. Kreppur geta vitaskuld verið misharðar, það er samdrátturinn verið mismikill og mislangur og ekki alltaf ljóst hvenær rétt er að tala bara um samdrátt og hvenær um kreppu.

Stundum er sagt í hálfkæringi að viðmiðið eigi að vera að þegar atvinnuleysi eykst, þá teljist það samdráttur nema þú verðir sjálfur atvinnulaus, þá sé það kreppa. "

Samkvæmt þessu er varla kreppa á Íslandi í þess orðs helstu meiningu. Þjóðarframleiðsla er ekki að dragast saman og atvinnuleysi er varla til staðar, í það minnsta ekki enn sem komið er. Samdrátturinn sem við erum að upplifa er skortur á lánsfé en Íslendingar virðast einstakir með það að lifa á "fittinu" með flest og þjóðin og fyrirtækin hafa verið að framkvæma og auka eignir með lántökum.

Sumir halda því fram að við séum ríkasta þjóð í heimi...eða í það minnsta nærri því. En hver er að vera ríkur ? Ríkidæmi er mismunur eigna og skulda því hrein eign, í það minnsta á skattaskýrslunni minni er það sem ég á umfram skuldir. Þegar sú tala er skoðuð er ég ekkert sérstaklega viss um að við séum neitt sérstaklega rík, skuldsetning einstaklinga og fyrirtækja er mikil, það er aðeins ríkisstjóður sem hefur bætt stöðu sína hvað þetta varðar síðustu ár.

Kannski er "kreppan" sem við búum við að stórum hluta að menn fá ekki lánsfé og verða því að hægja á framkvæmdum. Það er ekki "kreppa" samkvæmt þess orðs hljóðan. Það er samdráttur. Það er heldur ekki kreppa að þurfa að skipta út Hummernum sínum og fá sér Jaris....eða jafnvel hjól, það er tímabundinn fjármagnsskortur sem, því miður stafar af því allt of oft að skrúfað hefur verið fyrir lánsfé.

Þjóðin hefur offjárfest í stórum stíl. Fyrirtækin hafa farið langt umfram það sem þau ráða við í fjármögnun og sjá nú fram á að útrásin sem fjármögnuð var af stórum hluta með lánsfé gengur til baka og jafnvel munu sum þeirra rúlla. Það er slæmt og kannski höfðu danirnir svolítið rétt fyrir sér þegar þeir höfðu efasemdir um "íslenska efnahagsundrið.".

Það munu margir lenda í vanda á næstu mánuðum, það er ljóst. Hér mun varla skapast það ástand sem er raunveruleg kreppa sem er atvinnuleysi í stórum stíl, samdráttur þjóðartekna, og gjaldþrot hundruða eða þúsunda fyrirtækja, þar með töldum bankastofnanir. Það gerðist í síðustu kreppu milli áranna 1930 og 40. Þá var helsta áhyggjuefni þúsunda fjölskyldna að fyrirvinna heimilisins hefði vinnu og börnin fengju að borða næsta dag.

Það er efnahagsvandi í heiminum í dag. Hann mun ganga yfir á næstu mánuðum eða árum að sögn fræðinga. Olíuverð mun samt sem áður ekki lækka og í framtíðinni verður heimurinn að aðlagast þeirri staðreynd.

Vandi okkar íslendinga er ef til vill dýpri en margra því við erum ekki hluti af stærra efnahagskerfi sem hefur meiri sveiflujögnunarmöguleika en örhagkerfi okkar. Ástandið núna ætti að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að við getum ekki haldið áfram að lifa einangruð í eigin heimi örkrónu og þjóðernishyggu.


mbl.is Kvíða kreppu og finnst allt hækka nema launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem það er kreppa eða samdráttur þá held ég að skortur á lánsfjármagni sé ekki það sem almenningur finnur mest fyrir heldur frekar hitt að gengisfall og verðbólga hefur rýrt kaupmátt talsvert og að verðtrygging lána og háir stýrivextir hafa hækkað höfuðstólinn og þannig afborganirnar. Það kostar m.ö.o. mun meira að draga fram lífið og borga af lánunum núna en fyrir ári síðan. Ofan á þetta bætist hækkun húsnæðisverðs sem í sumum tilfellum leiddi til þess að fólk sem var að borga af húsnæðislánum átti alltaf hlutfallslega meira af húsnæðinu á pappírnum þó svo skuldirnar hækkuðu en vaxtabæturnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þetta varð til þess að margir endurfjármögnuðu húsnæðið hjá sér, bæði til að halda í vaxtabætur og eins til að fá lán sem þá buðust á mjög góðum kjörum en oft með breytilegum vöxtum svo þau eru ekkert mjög góð lengur. Ég held sem sagt að það sé ekki takmarkaður aðgangur að lánsfjármagni sem fólk upplifir sem kreppur/samdrátt núna heldur hitt að launin sem lækka að verðgildi duga ekki fyrir afborgunum af lánum sem hækka að verðgildi og framfærslu sem stöðugt verður dýrari.

Daníel (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband