Segja upp útvarpsstjóra en halda landsbyggðarfréttamönnum.

Atlaga útvarpsstjóra að landsbyggðarstöðvunum er til lítils sóma. Hann leggur til að helmingi fréttamanna í Ísafirði verði sagt upp...þriðjungi fréttamanna á Egilsstöðum og síðan verður ekki ráðið í stöðu fréttamanns á Akureyri sem er 20 eða 25% fækkun fréttamanna hér í bæ.

Það er mikið tjón að fara þessa leið og gengur gegn yfirlýsingum stjórnvalda um fjölgun starfa á vegum ríkisins á landsbyggðinni.

Þessir fréttamenn sem nú hverfa frá störfum á landsbyggðinni ættu allir að halda störfum sínum því landsbyggðarvinkillinn á RUV sker þá stöð frá öðrum hvað varðar jákvæða ímynd.

Ég legg til að menntamálaráðherra geri starfslokasamning við útvarpsstjóra... og þar með sparast mikið fé sem nýta má til starfsmannastöðuleika á landsbyggðinni. Deildarstjórar við Efstaleiti geta auðveldlega axlað þá byrði sem fráhvarf útvarpsstjóra og niðurlagning þeirrar stöðu skilar. Það mun skila  afgangi því kostnaður RUV af þessum pólitískt ráðna embættismanni er meiri en nemur kostnaði við þrjá fréttamenn úti á landi.


mbl.is Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Alveg gjörsamlega sammála þér. Því miður er þetta bara einn angi af gengdarlausum yfirgangi sjálfstæðismanna á sameiginlegum eignum. Þarna virðist enn eitt dæmið um allt að því sjalftöku þessa flokks til gæðinga sinna. Ætli þetta sé ekki bara byrjunin.

Oddur Helgi Halldórsson, 2.7.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tillaga sem þarf að skoða. Allavega afar slæm sparnaðarleið að taka út "þreifianga" fréttadeildarinnar.  Eins og að klippa veiðihárin af kisu?

Jón Halldór Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég verð að játa það að þetta kemur bara alls ekki á óvart. Og gæti trúað því að Oddur Helgi hafi hitt naglann á höfuðið, þetta er bara byrjunin, því miður.

Páll Jóhannesson, 2.7.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það þarf þekkingu og hæfileika til að stýra fyrirtæki sem er ekki allt á þúfunni, því miður eru fáir gæddir þeim eiginleikum. Í ljósi þess að margir fréttamanna vinna fréttir í gegnum síma væri ráð að láta útvarpsstjóra vita af því að það er símasamband við landsbyggðina.

Lára Stefánsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband