23.6.2008 | 17:23
Einkavæðing Íslands.
Þessi greinarstúfur minn er á heimsíðu Samfylkingarinnar núna....læt hann fljóta með hér.
Íbúðalánasjóður hefur sannað gildi sitt sem hornsteinn íslenskra lánastofnana.
Undanfarin 1213 ár hefur staðið yfir einkavæðing Íslands. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var markviss einkavæðing í gangi. Að vísu voru skrefin í þá átt nokkur, áður en einkavæðingin var kláruð og þar er Síminn besta dæmið.
Þegar þetta ferli hófst gengu ýmsir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins með þá grillu að einkavæðing grunnstoða og stofnana samfélagsins væri það sem koma skyldi og annað væri ófært. Ein af fyrstu aðgerðum í þá veru var há-effun Póst- og símamálastofnunar. Þar gengu ráðherrar fram og kynntu fyrir starfsmönnum þá sýn að handan há-effunar væri gull og grænir skógar og einkavæðing væri ekki á dagskrá. Fyrirtækjunum var í framhaldi skipt upp og stofnuð tvö fyrirtæki Pósturinn hf. og Síminn hf. Þá varð starfsmönnum ljóst hvert stefndi því vitað var að einkavinir Sjálfstæðisflokksins höfðu mikla ágirnd á þeim gullgrís sem Síminn var.
Bankar gefnir vildarvinir fitna
Svipað ferli hófst síðan í bankageiranum og allir þekkja söguna hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu ríkisbönkunum sínum á milli flokksgæðinga. Fleiri dæmi mætti nefna en það væri of langt mál að telja upp það sem þessir tveir helmingaskiptaflokkar brölluðu í einkavæðingarævintýrinu. Ríkisútvarpið hefur lengi verið á einkavæðingarlista flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins og þeim tókst með það eins og Símann á sínum tíma að stíga fyrstu skref í þá átt að færa þá stofnun af samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið er nú opinbert hlutfélag, og lengra má ekki ganga.
Komið að skuldadögum
Nú hefur syrt að í þjóðfélaginu eins og flestir vita. Það ætti ekki að koma mönnum á óvart og stjórnarandstaðan hélt þeirri skoðun á lofti þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur keyrðu efnahagsmálin hér langt upp fyrir suðumark með risaframkvæmdum, vaxtalækkunum og 100% húsnæðislánum. Mikinn hluta seinni hluta samstarfs þessara flokka var þensla í landinu keyrð áfram af erlendu lánsfé og óraunhæfum væntingum. Nú er sá víxill gjaldfallinn og núverandi ríkisstjórn stendur í ströngu við að draga úr afleiðingum þessarar fyrirhyggjulausu stefnu síðustu ríkisstjórnar. Innistæðan fyrir þessari stefnu og ákvörðunum var ekki til staðar og það er kátbroslegt að hlusta á þvaðrið í formanni Framsóknarflokksins þessa dagana. Það er gott að vera gleyminn, en kjósendur muna, ef marka má 8% fylgi þess flokks í skoðanakönnunum.
Gjaldþrot einkavæðingarstefnunnar
Eitt að því sem opinberast við þær aðstæður sem nú eru uppi er gjaldþrot þeirra hugmynda er leiddu til einkavæðingar Símans og bankanna. Bankarnir sem áttu að blómstra og vera landi og þjóð enn meiri styrkur en áður hafa brugðist. Það vantar ekki að þeir græða feitt og það eru fagrar tölur sem birtast í árskýrslum þegar sveittir sérfræðingar þeirra lesa upp úr hagnaðartölum síðasta árs. En hvert fer þessi hagnaður í dag. Beint í vasa eigenda sem er að sjálfsögðu ágætt en ábyrgð þeirra og styrkur fyrir Ísland og Íslendinga er ekki samur og áður. Þegar sverfur að hugsa þeir eingöngu um eigin hag og hlaupast frá vandanum og loka á allar lánveitingar. Þeir hafa engar samfélaglegar skyldur ... þeir bera aðeins ábyrgð gagnvart hluthöfum og þeir vilja bara gróða.
Síminn í hremmingum
Síminn er líklega það fyrirtæki sem er gleggsta dæmið um einkavæðingu ríkisfyrirtækis sem hefur enga samfélagslega skírskotun lengur. Mín skoðun og fleiri var að einkavæðing þess fyrirtækis mætti ná til ákveðinna hluta en alls ekki grunnnetsins. Á það var ekki hlustað og nú er samfélagið allt háð ákvörðunum eigenda sem bera enga samfélagslega ábyrgð og geta þegar verkast vill hætt þjónustu við alla þá staði sem ekki eru arðbærir. Einkavæðing grunnnets Símans eru ein alvarlegustu mistök stjórnmálamanna síðustu ár. Það sér ekki fyrir endann á því enn sem komið er.
Einkavæðing samkeppni
Ég er ekki talsmaður ríkisrekstrar á öllum sviðum. Þessu þarf að blanda í skynsamlegum hlutföllum. Það má aldrei einkvæða sumar grunnstoðir samfélagins. Það má alls ekki einkavæða heilbrigðiskerfið í þess orðs merkingu. Það má alls ekki einkavæða Ríkisútvarpið eða grunnpóstþjónustu. Það má ekki sleppa grunnstoðum þessa samfélags í hendur auðjöfrum sem geta ráðskast með þau að vild. Það hefur komið berlega í atburðarásinni að undanförnu hverslags happ það var að Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki fram þeirri kröfu sinni að Íbúð Íbúðalánasjóður yrðir geltur og bankarnir gerðir einráðir á þessum markaði.
Það er hlutverk Samfylkingarinnar að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins í þessu stjórnarsamstarfi. Það þarf hemil á einkavæðingaröflunum í Sjálfstæðisflokknum og ég er viss um að þeir hafa ekki gleymt áformum sínum þó svo dæmin sýni gjaldþrot þeirrar hugmyndafræði .
Það er ekkert að því að fela einkaaðilum ýmsa þjónustu í samfélaginu, en af þeim má ekki sleppa hendi eins og gert var í símamálunum. Ég veit og trúi að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru mjög meðvitaðir um hlutverk sitt í þessu samhengi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.