IKEA í Garðabæ. Sendi flöskuskeyti.

Allaf gaman að segja lífsreynslusögur.´

Ég keypti forláta eldhúsinnréttingu að IKEA í Garðabæ. Kannski kominn tími til vegna þess að sú gamla var orðin hálfrar aldar gömul. Fín innrétting og fljót afgreiðsla til að byrja með.

En svo kom að því að leysa það sem vantaði og ekki var til. Þá byrjuðu símhringingar sem aldrei ætluðu enda að taka.... þjónustuver og skiptiborð spiluðu fyrir mann til skiptis.

En í dag sló ég persónulegt met í lífi mínu. Ég fékk skilaboð um að hafa samband við þjónustufulltrúa í IKEA. Ég borgaði aðeins of mikið og ekki mátti eiga inneign og þess vegna varð að gefa upp reikning svo þeir gætu endurgreitt....undarlegt mál en þeir ráða því.

Og þá byrjaði ballið...... nú hef ég verið að reyna að ná í þetta ágæta fyrirtæki í bráðum 6 klukkustundir og annað hvort hringir út eða skiptiborð svarar og ætlar að gefa samband en þar deyr málið.

Ég greip því til tölvupóststækninnar en nú er ég búinn að senda þrjá með símanúmerinu mínu og árétta það að þeir báðu mig að hringja en ég væri ekki að trufla að eigin frumkvæði.

Árangurinn er enginn fram að þessu og núna stefnir í að heill vinnudagur líði án þess að mér takist að ná í þetta ágæta fyrirtæki sem þó bað mig að hringja....hvernig fer fyrir þeim sem ekki eru beðnir og gera þetta bara að eigin frumkvæði ?????

Nú ér ég að skrifa bréf...ætla að setja það í flösku og taka sénsinn á að það reki á landi við strendur Garðabæjar....og þá kannski tekst mér að fé endurgreiddann þennan 1300 kall sem stoppar málið og afgreiðslu á pöntuninni minni.

Jæja....ég slepp víst við flöskuskeytið....samband komst á 5 klst og 30 mínútum eftir að tilraunir hófust og þá hringdi í mig indælis þjónustufulltrúi og málið dautt....en metið stendur og ér reikna varla með að það verði slegið í bráð. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Vonandi að þú hafir verið í sumarfríi í þessu símaveseni við Íkeað - vildi í það minnsta ekki vera með menn á launaskrá sem hanga í símanum allan daginn ótengt vinnuni

Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.6.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 819799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband