22.6.2008 | 14:03
Fáir treysta stjórnarandstöðunni.
Þessi könnun er áhugaverð fyrir nokkur atriði. Ríkisstjórnin tapar fylgi sem er eðlilegt miðað við þá umræðu og það ástand sem við er að fást þessi misserin. Meirihlutinn styður þó enn þetta ríkisstjórnarmunstur.
Sjálfstæðisflokkur tapar en samstarfsflokkur eykur við fylgi sitt. Það er ný tilhneyging en kemur samt sem ekki á óvart miðað við þau efnistök og ástand sem verið hefur í Sjálfstæðisflokknum síðastliðið ár. Samfylkingi eykur fylgi sitt og það sýnir svo ekki verður um villst að kjósendur treysta flokknum og ráðherrum hans.
Stóra niðurstaða þessar könnunar er hinsvegar að fáir treysta stjórnarandstöðunni. VG sem gjarnan fær mikið fylgi þegar ekki eru verið kjósa dalar frá síðustu könnun og lafir í 17%. Það kemur mér ekki á óvart því formaður þess flokks er afar ótrúverðugur í málflutningi sínum og greinilegt er að þusið í honum er hætt að skora.
Framsóknarflokkurinn er enn neðan við 10% og hefur ekkert bætt við sig frá kosningum. Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvað valdi og greinilegt er að flokkurinn nær ekki vopnum sínum og formaðurinn, ábúðarfulli er ekki að ná til fólks.
Ég lenti í því nýlega að að mér sótti þekktur Framsóknarmaður og tilkynnti mér að ég væri vondur maður. Það var af því ég hafði einhverntíman skrifað eitthvað ljótt um flokkinn og flokksmenn. Það er rétt, ég gagnrýndi Framsóknarflokkinn og ráðmenn þar fyrir undirlægjuhátt og blinda þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn. Ég ræðst aftur á móti ekki að mönnum persónulega og Framsókarflokkurinn var félagshyggjuflokkur en hafði alveg gleymt þeirri staðreynd síðasta rúman áratug.
Það rann upp fyrir mér ljós þegar þessu samtali lauk. Framsóknarmenn, sumir, kenna andstæðingum sínum í pólitík um hvernig komið er. Það mér og okkur að kenna sem sóttum að flokknum og gagnrýndum hann í síðustu ríkisstjórn hvernig komið er. Ef þetta er ekki sjálfsafneitun, hvað er það þá ? Framsóknarflokkurinn mun aldrei ná sér á strik meðan þeir afneita ástæðum þess að svo er komið fyrir flokknum. Hann gerði upp á bak í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og seldi allar sínar hugsjónir fyrir völd. Síðan í afneitun og blindni gera Framsóknarmenn ráðamenn sem bera á þessu ábyrgð að formanni og varaformanni sem síðan eru að reyna að ná vopnum sínum og flokksins en það mun seint ganga því kjósendur vita hverjir bera ábyrgð á óförum flokksins síðastliðin ár.
Þegar Framsóknarmenn átta sig á að ógöngur þeirra eru ekki öðrum að kenna gæti verið að fylgið færi að aukast á ný með nýjum og trúverðugum forystumönnum sem gerðu upp við fortíðina og kjósendur treystu til framtíðar. Svo er ekki með úr sér gengna forystumenn flokksins í dag og flokkurinn er dæmdur til áhrifa og fylgisleysis meðan hann lifir í sjálfsblekkingu og afneitun. Stefna þessa flokks var félaghyggusinnuð og mannvæn. Framkvæmd forustumanna hans síðustu ár hefur eyðilagt flokkinn en ekki andstæðingar þeirra í pólitík.
Stóra niðurstaðan er..... kjósendur treysta ekki stjórnarandstöðunni. Þrátt fyrir háværa gagnrýni og árásir á ríkisstjórnina uppskera þeir aðeins minna fylgi en í síðustu könnun.
VG, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir fá ekki stuðning kjósenda því málflutningur þeirra er ótrúverðugur og óábyrgur.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má merkja gleði í skrifum þínum yfir tapi Sjálfstæðisflokksins. Ég hef það á tilfinningunni að stuðningur Samfylkingarinnar við áframhaldandi mannréttindabrot eigi eftir að reynast henni dýrkeypt og vonandi snýr flokkurinn við blaðinu í þeim efnum.
Sigurjón Þórðarson, 22.6.2008 kl. 17:38
Það er engin sérstök gleði sem fylgir því Sigurjón... miklu frekar ánægja yfir því að fólk treystir Samfylkingunni.
Það sem þú segir þarna er gott dæmi um óábyrgan og órökstuddan málflutning eins og ég nefni hér að ofan.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2008 kl. 18:26
Ég held að þú hafir mikið til þíns máls nafni.
Jón Halldór Guðmundsson, 23.6.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.