Mikill vill meira ?

Kjarasamningar hafa verið að klárast að undanförnu. Nú samþykkja BSRB félögin, eitt af öðru sambærilega samninga og gerðir voru á almennum markaði. Þar er gengið útfrá 18-20 þúsund króna launahækkunum á línuna og þeir sem meira hafa fá prósentuhækkun sem í flestum tilfellum er lægri upphæð en sú er taxtafólk fékk.

Samkvæmt fréttum í gær hefa flugumferðarstjórar það mjög gott miðað við þá hópa sem voru að semja um 18.000 krónur og þar í kring. Meðaldagvinnulaun flugumferðarstjóra er um 500 þúsund og með jafnaðarvaktaálagi og yfirvinnu er meðalflugumferðarstjórinn að landa 800 þúsund á mánuði.

Þetta hefur þeim verið boðið og það má segja að myndast hefur nokkuð góð þjóðarsátt um að þeir lægstu fái mest.

Nú bregður svo við að hópur launamanna með afar góð kjör setur sig í stellingar og hótar. Þeir vita sem er að ferðaþjónustan er afar viðkvæm fyrir slíkum truflunum og þess vegna grípa þeir til þessara ráða. Verkfallsvopnið er vandmeðfarið og því á aðeins að beita þegar í óefni er komið. Mér finnst ekki í óefni komið þegar hópur launanmanna með langtum betri kjör en flestir launamenn ógna atvinnuöryggi annarra sem þegar hafa samið á þessum þjóðarsáttarnótum. Hætt er við að fjöldi manna missi atvinnu sína ef ferðamannastraumurinn raskast og mikið fer í afbókanir og afpantanir.

Ég skora á flugumferðarstjóra að sýna ábyrgð i samræmi við stöðu sína og kjör. Það eru fáir sem hafa samúð með hóp sem notar verkfallshótanir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir aðra launamenn í þessu landi. Svo er eðlilegt að höfðað sé til ábyrgðar þegar ástand og horfur í efnahagsmálum eru eins og þær eru í dag.

Mínir kollegar sömdu um 18.000 krónu launahækkun á mánuði og hafa samt aðeins 20 % af meðalaunum flugumferðarstjóra á mánuði. Það er misjafnt abyrðarhugarfar hópa á vinnumarkaði.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flugumferðarstjórar hafa of há laun miðað við aðra sambærilega hópa ef hægt er að tala um of há laun í þessu öfgaþjóðfélagi.

Óskar Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband