Ekki eins einfalt og sumir vilja vera láta.

Svona fór um sjóferð þá. Þetta staðfestir það sem sérfræðingar í þessum málum hafa sagt. Þetta er flókin og erfið aðgerð. Ísbirnir eru skaðræðisskeppnur, fljótir í förum og gríðarlega sterkir. Þá nálgast enginn nema setja sjálfan sig í stórkostlega lífshættu.

Daninn hefur örugglega gert sitt besta en sennilega var þetta aðeins veik von að þetta tækist. Bæði er stutt til sjávar, maðurinn ekki vanur að fást við ísbirni og sagði sjálfur í viðtali að hann væri hér af því hann er vanur að koma að flutningi stórra dýra í búrum.

Ef til vill er lítil von til að okkur takist að fanga ísbirni hér á landi...koma þeim í búr og síðan heilu á höldnu á milli landa. Menn verða að meta hvort og hversu miklu fé má eyða í svona aðgerðir í framtíðinni....

Þessi kostar ekki undir 10 millum og mistókst...því miður.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir sérfræðingar eru ekki þeir sérfræðingar sem þeir vilja vera láta.  Þessi danski pönkari hefir til dæmis aldrei svæft ísbjörn, og veit ekkert um áhrif svefnlyfja á hvorki eitt eða neitt.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.6.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það þarf bara að þjálfa nokkra góðar íslenskar skyttur í þessu máli, mál til komið  að skipuleggja þetta betur. Ef Danskur stóð sig ekki, þá hvers konar kall er þetta? Svo er nú hægt að reyna aftur. Ísbjörn kemur jú af sundinu fyrr eða síðar g hægt að fylgja eftir í bát.

Ólafur Þórðarson, 17.6.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að það séu menn til hér á landi sem eru mun betri skyttur en nokkur dani.  Bara að lána þeim réttu græjurnar.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Eða bara skjóta þessi dýr ef það er mat manna að þau skapi hættu og eyða peningunum í eitthvað annað. Ef ísbirnir deyja út verður það líklegast ekki  íslendingum að kenna, nema náttúrulega ef þetta voru þeir 2 seinustu.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 17.6.2008 kl. 21:37

5 identicon

cal 30 06 og málið er búið. Enn sennilega þarf eitthver að verða drepin af birni áður enn jakkalakkarnir og kaffihúsarotturnar fatta það!

óli (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband