Er björninn á leið í dýragarð ?

Ísbjarnarmálin í Skagafirði eiga fjölmiðla þessa stundina. Bíladagar á Akureyri gleymdust á andartaki en þar höfðu fjölmiðlar keppst um að segja frá öllu því neikvæða og því sem úrskeiðis fór. Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa séð fjallað um dagskrá daganna sem var þó með miklum ágætum og fór vel fram. Svona er þetta oft með áherslur fjölmiðlanna...tekið er á einstökum þáttum en annað látið órætt.

Eins er það í ísbjarnarmálunum. Í fyrra tilfellinu var skotárás og fall bjarnarins það sem mesta og besta umfjöllun fékk en ekki endilega af hverju varð að gera þetta....það var einhverskonar hliðarbúgrein í fréttum um málið.

Nú erum við með annað mál af sama toga í gangi. Fjölmiðlar eru afar uppteknir af því einu að bjarga eigi birninum og virðist það einu gegna hvort og hvernig á að leysa þau mál. Það sem ég er að velta fyrir mér og ekki hefur komið fram í efnistökum málsins hjá fjölmiðlum hvort mönnum þyki það virkilega góður kostur að leggja milljónir eða tugi milljóna í að komast hjá að fella þennan ísbjörn og flytja hann síðan í dýragarðinn í Kaupmannahöfn þar sem hann yrði vistaður eða seldur annað.

Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru að ef mál færu í þann farveg hvort þessi vesalings ísbjörn væri ekki betur settur dauður en að loka hann inni í dýragarði til æviloka. Ég hef fylgst með ísbirni í dýragarðinum í Kaupamannahöfn. Vesalings skeppnan æddi fram og aftur í síendurteknum hreyfingum dýrs sem lokað er inni. Maður skynjaði vanlíðan þessa konungs íssins...lokaður inni í sóðalegu búri, óhreint vatn í tjörn, 25 stiga hiti og hvíti feldurinn hans var móbrúnn af innilokun og óhreinindum.

En þetta verður kannski ekki svona og Skagabjörninn verður fluttur yfir álinn til Grænlands þar sem hann fær athvarf í sínu náttúrlega umhverfi. Þá er peningunum vel varið.

Mér finnst sem fjölmiðaumfjöllun hafi ekki nálgast málið með þessum hætti...allavegana ekki enn sem komið er... það er meira svona í æsifréttastíl þar sem verið er að lýsa því sem fyrir augu ber en látið vera að kafa dýpra í aðstæður og afleiðingar.


mbl.is Beðið átekta að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég vona svo sannarlega að grey'kallinn fái að fara aftur í sín náttúrulegu heimkynni...

var að horfa á teiknimynd áðan í morgunstundinni á RÚV með dóttur minni og þar í einni myndinni sagði einn karakterinn "ég sakna keikó" sem var nokkuð fyndið en minnti mig þó á þær aðstæður sem Keikó greyið bjó við áður en hann var sendur hingað á ný sem voru vægast sagt ömurlegar og var hann nær dauða en lífi...vona að ísbjörninn sleppi við það!

Reynir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 10:43

2 identicon

Ég fór einu sinni í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og upplifði líðan ísbjarnarins á nákvæmlega sama hátt og þú lýsir hér að ofan. Það voru reyndar miklu fleiri dýrum sem leið illa þarna en ég man að ég vorkenndi ísbirninum langmest mér varð bara illt að horfa á hann. Þetta var í fyrsta og vonandi síðasta skiptið sem ég fer í dýragarð.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband