Afturhvarf til fortíðar.

Landskipulag það sem kynnt hefur verið fyrir sveitarfélögunum er með öllu óásættanlegt. Að forræði sveitarfélaga yfir sínum nærlöndum sé tekið að heimamönnum og fært inn í umhverfisráðuneytið og á forsjá ríkisins er afturhvarf til fortíðar og slík hugmyndafræði á ekki að sjást árið 2008.

Þó svo umhverfisráðherra haldi því fram að ekki sé verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum er það ekki rétt. Ef ráðherra trúir því eða heldur það vil ég gjarnan að hún lesi þetta betur yfir og hafi mér sér ráðgjafa sem þekkir málaflokkinn. Eins og þetta er lagt upp rýrir þetta ákvæði stórlega yfirráðarétt sveitarfélaga yfir skipulagssvæðum sínum og það er ekki nútímahugsun þegar flest miðar að því að færa ákvarðanir nær fólkinu.

Ég held að menn hafi ekki kafað nægilega ofan í þessi mál ef alþingismenn og ráðherrar halda að þetta sé svona slétt og fellt eins og þeir vilja vera láta.

Þetta er ekkert sérstaklega skemmtileg ábót á kröfur vegna þjóðlendna þar sem ríkisvaldið er að ásælast stór svæði innan sveitarfélaganna.


mbl.is Landsskipulagið umdeilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband