Það síðasta sem Alþingi þarf.

Hvenær skyldu menn læra. Sturla Jónsson vörubílstjóri búinn að stofna stjórnmálaflokk. Hvað á svo þessi flokkur að gera á þingi ? Mótmæla háu bensínverði ? Fá afslætti frá öryggisstöðlum ? Nei... niðurstaðan er að þetta er grín hjá manninum. Ómar Ragnarsson...sá þekkti fjölmiðlamaður og hugsjóna umhverfissinni stofnaði flokk.

Sá flokkur fékk ekkert fylgi og Ómar situr uppi með skuldir og vesen. Sturla virðist dæmi um mann sem algjörlega hefur ofmetnast af athygli fjölmiðla. Vesalings maðurinn rambar um í sjálfsblekkingu og heldur að hann standi fyrir eitthvað og eigi erindi á þing.... hann veit greinilega ekki út á hvað þingmennska gengur og hvert er hlutverk þingmanna.

En.... niðurstaða mín er að þetta er grín og enn ein tilraunin til að viðhalda fjölmiðlaathygli á sér því sjaldan hefur maður séð mann sem nýtur þess jafn mikið að vera í sviðsljósinu og það sem verra er ... hann gerir sér enga grein fyrir að það er verið að fífla hann afturábak og áfram upp úr skónum.... þetta er ljótt.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eru menn Sturlaðir ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst ekki alveg sanngjarnt að bera saman stofnun Íslandshreytingarinnar og flokks vörubílstjóra.

Íslandshreyfingin, - er stofnuð af virkjunarandstæðingum,  - sem segjast berjast fyrir umhverfismálum, -

til að berjast gegn virkjunum.

Flokkur vörubílstjóra,  - er stofnaður af vörubílstjórum, - sem segjast berjast fyrir lægra eldsneytisverði og takmörkunum á aksturstíma, - til að berjast gegn sérhagsmunum.

Munurinn er sá að annan flokkurinn er stofnaður um hugsjónir, hinn um sérhagsmuni. 

Jón Halldór Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband