16.5.2008 | 12:19
Menn ná sjaldan árangri með ofstopa og stóryrðum.
Það er sorglegt að horfa upp á þetta drama á Akranesi. Ég átta mig ekki á því ómannúðlega viðhorfi sem Magnús Þór og félagar hans í Frjálslyndaflokknum á Akranesi standa fyrir. Menn mega svo sem hafa sína skoðun á hlutum en þeir verða að búa sig undir að verða dæmdir af verkum sínum og skoðunum.
Þessi uppákoma staðfestir það sem um Frjálslynda var sagt í síðustu könnunum og formaður þeirra neitaði ítrekað. Þjóðernisinnuð kynþáttahyggja er þekkt og er ekkert nýtt í heiminum. Sem betur fer eru þetta einangraðir minnihlutahópar sem flótt dæma sig úr leik með öfgum og stóryrðum. Það hefur varaformaður Frjálslynda dottið í þessa dagana og verður dæmdur af verkum sínum. Hann hefur klúðrað málum á Akranesi og er nú áhrifalaus og einangraður í eigin hópi...og líklega er það sem hann vill.
Við hér á Akureyri tókum við hópi fólks frá Balkanskaga og það gekk afar vel og hópurinn hefur aðlagast mjög vel og er hluti af samfélaginu hér. Hér datt ekki nokkrum manni að tala gegn komu þeirra og mér finnst þetta sorglegt að horfa á svona uppákomu sem lýsir miklu dómgreindarleysi.
Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Er ekki frekar fljótt stokkið til að farið að úthrópa menn sem rasista þó svo þeir beiðist gegn komu flóttamanna í bæjarfélagið. Ég get ekki betur metið það en svo að skýringar Magnúsar eigi rétt á sér. Bæjarfulltrúar verða að hugsa um hag bæjarfélagisins, hvort það hafi bolmagn til að taka á móti flóttafólki. Því er betur greiði gerður að það fari til bæjarfélags sem hafi bolmagn til að taka á móti þeim og hugsa um.
Mikið eruð þið nú góð á Akureyri!
Sjónarmið hjá Magnúsi og hans flokki sem eiga að vera í umræðunni þar sem þau eru lögð fram af allt öðrum hvötum en rasisma ... ástæðan er að því er mér sýnist hagsmunagæsla fyrir bæjarfélagið.
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:08
Vondur málstaður sem illt er að verja.... þannig er það nú bara.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.5.2008 kl. 19:11
Jæja Jón minn, það kom að því að við yrðum sammála. Það er gott að búa á Akureyri. Held reyndar að það sé líka fínt að búa á Akranesi, trúi því ekki fyrr en á reynir að Magnús hafi almenning þar á bak við sig. Þá þekki ég Akurnesinga ekki rétt. Tel mig þó þekkja nokkuð til á staðnum. Held að þetta sé eins og þú þú segir, hávær minnihlutahópur.
Víðir Benediktsson, 16.5.2008 kl. 21:06
Tek undir með ykkur Jón og Víðir.. sögusagnir segja að Frjálslyndi flokkurinn ætli að skipta um nafn og heita héðan í frá Þröngsýnisflokkurinn.
Óskar Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 11:20
ég er sérlega fúl yfir þessu því ég er þjóðernissinni og skammast mín fyrir þá sem koma óorði á mitt fína þjóðerni. Það gerist ekki verra en með því að neita að taka á móti flóttafólki sem kemur úr flóttamannabúðum!!!
halkatla, 20.5.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.