Ríki í ríkinu ?

Stöðugt berast fréttir af yfirgangi orkufyrirtækja á Íslandi. Í þessari frétt er rætt um samningsbrot RARIK við Lagarfljót. Nýlega heyrðum við af samkiptum landeigenda og Landsnets í Reyðarfirði. Átök landeigenda og Landsvirkjunar við neðanverða Þjórsá fer ekki framhjá nokkrum manni. Fleira mætti týna til og slíkar sögur ná langt aftur í tímann.

Einhvernveginn finnst mér að orkufyrirtæki á Íslandi hafi fengið það sem þeim sýndist og komist upp með nánast hvað sem er. Auðvitað þurfum við orku og hana þarf að flytja. En að það þurfi að standa í styrjöld við þessi fyrirtæki af því þeim finnst sjálfsagt að þau fái það sem þau vilja fyrir það verð sem þau velja er ekki sæmandi.  Þetta er vafalaust arfur frá þeim tíma þegar ríkið átti allt jukkið og vísað var í sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Slíkt á ekki við lengur og þessi fyritæki sem önnur þurfa að beygja sig undir markaðslögmálin og lög og reglur. Það er vel.

En mér sýnist og heyrist að stjórnendur þessara fyrirtækja hafi náð því að svona er þetta í dag. Gamla yfirráða og stjórnsemisleiðin virðist vera allráðandi og skoðun þeirra virðist að stefna þeirra sé ráðandi en hagsmunir fólksins víkjandi. Það er leitt og ég trúi ekki að þetta gangi með þessum hætti mikið lengur.


mbl.is Krytur um hæð vatnsborðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband