Bandaríkin eru fornaldarríki.

Virðing fyrir mannlegri reisn og mannréttindum er í lágmarki í Bandaríkjunum. Að menn skuli vera geymdir í fangaklefa í áratugi er náttúrulega fáheyrt og tíðkast varla nokkurstaðar annarsstaðar. Flest þau ríki sem stunda aftökur gera það tillölulega fljótt eftir dóma en þarna virðist það stefna að kvelja menn inni í fangelsum í áratugi fyrir aftökur.

Aftökur eru fornaldarfyrirbæri og að geyma fólk í fangaklefum í áratugi er auðvitað til skammar fyrir þessa þjóð sem þykist vera í fararbroddi heimsins með lýðræði og mannréttindi. Þó svo menn brjóti af sér eiga þeir rétt á sanngjarnri málsmeðferð og að mannréttindi séu virt. En það er bara á tyllidögum sem USA stundar mannréttindi, þess á milli minnir sumt á Greifann af Monte Cristo.

Bandaríkin eru því miður eitt af þeim ríkjum sé á heima með verstu einræðisríkjum þegar kemur að meðferð fanga og dóma. Guantanamo er einn ljótasti kafli sem skrifaður hefur verið í heimssögunni, stendur ekki að baki Síberíumeðferð Sovétmanna og mannréttindabrotum Kínverja svo einhverjir séu nefndir.


mbl.is Maður tekinn af lífi í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel sagt!  

Baldur Gautur Baldursson, 7.5.2008 kl. 07:38

2 Smámynd: Sævar Helgason

Góður pstill.

Bandaríkin mega muna fífil sinn fegri í mannréttindamálum og virðingu fyrir fólki svona yfirleitt.  Núverandi forseti og hans hirð hefur leitt mikla niðurlægingu yfir þetta áður forysturíki lýðræðisþjóða.

Sævar Helgason, 7.5.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Jón

Óskar Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 818777

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband