Ögmundur og flokkastjórnmálin.

Margir velta fyrir sér stöðu Ögmundar Jónassonar sem formanns heildarsamtaka launamanna, BSRB. Það er örugglega erfitt fyrir hann að greina á milli stjórnarandstöðuþingmannsins Ögmundar og leiðtoga í samtökum launamanna. Vinstri grænir hafa farið mikinn og haldi uppi mikilli gagnrýni á ríkisstjórnina og meint afskiptaleysis hennar.

Það finnst hverjum sitt um þá gagnrýni og óábyrgar tillögur stjórnarandstöðunnar um stjórnarskipti sýna svo ekki verður um villst hver hugur þeirra er, fyrst og fremst tillögur sem eiga sér flokkspólistíkar rætur. Síðast ber að minnast tillagna formanns VG um þjóðstjórn. Þetta brölt er sem sagt mest af sama meiði, VG eru enn sárir yfir að hafa klúðrað aðkomu sinni að ríkisstjórn fyrir tæpu ári.

Nú fer formaður BSRB fram á að fá fund með ríkisstjórninni vegna kjaraviðræðna BSRB. Ríkisstjórnin fer ekki með samningsviðræðnaumboð við launamenn heldur samninganefnd ríkisins. Ríkisstjórninn hefur boðað til fundar í vikunni með öllum helstu samtökum launamanna þar með töldum BSRB.

Hvað gengur þá Ögmundi til með þessari ósk um sérviðræður BSRB við ríkisstjórnina. Mér finnst hún lykta af því að formaðurinn ágæti er farinn að blanda saman flokkastjórnmálum VG og stjórnarandstöðu og formennsku sinni í samtökum launamanna. Það kann ekki góðri lukku að stýra og er samtökunum ekki til framdráttar.


mbl.is BSRB ítrekar ósk um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þeir sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga átti sig á því, að margir eru farnir að gera sér grein fyrir því, að líklega sé nú ástandið þannig að þörf sé á þjóðarsátt, eigi að takast að hemja verðbólguna og koma efnahagslífinu á réttan kjöl.

Ríkisstjórnin fer vissulega ekki með samningsumboðið við ríkisstarfsmenn beint, en þeir eiga þó augljóslega mun meira erindi á fund hennar en önnur samtök launamanna, sem ekki semja við ríkið.

Þetta hljómar þannig að BSRB standi með útrétta sáttahönd, en ráðherrar með augun lokuð.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú kannski tókst ekki  eftir því sem ég skrifaði. Ríkisstjórnin hefur boðað samtök launamanna á sinn fund í vikunni. 

Það lá fyrir þegar Ögmundur kom með þetta útspil.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.5.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ögmundur hefur gert meira fyrir samtök launafólks og BSRB en margur annar. Hann hefur gert það í óeigingjörnu starfi. Það að hann sé einnig öflugur þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er frábært. Að það skuli fara í taugarnar á einhverjum krötum er vel skiljanlegt Jón Ingi C. Þessi afar slappi pistill þinn ber þess glögg merki:)

Ég tek undir athugasemd Þorsteins S. hér að ofan.

Það getur verið erfitt að verja þessa slöppu ríkisstjórn þessa dagana og þér tekst það ekki heldur vel Jón Ingi C.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.5.2008 kl. 09:45

4 identicon

Tek undir með Jóni, en legg ekki mat á störf ríkisstjórnarinnar. Línudans Ögmundar sem formanns bandalagsins og þingmanns VG er varasamur, hann verður að fara með gát, en honum hefur tekist misvel í þeim efnum. Beiðni um umræddan fund getur orkað tvímælis, einmitt vegna stöðu Ögmundar.

Sem félagsmanni innan bandalagsins er mín skoðun sú, að Ögmundur þurfi að gera upp við sig hvorum megin línunnar hann ætli að vera, því ekki getur hann dansað þennan línudans til eilífðar. Árið 2009 eiga að vera formannaskipti í bandalaginu og þá er kjörið tækifæri fyrir Ögmund að láta staðar numið, hann hefur unnið gott starf en það kemur maður í manns stað og líka fyrir Ögmund. Þessa skoðun hafa trúlega margir þó ekki fari hátt um hana innan bandalagsins.

Það er ljóst, ef VG hefðu lent í ríkisstjórn þá hefði Ögmundur Jónasson ekki setið í formannssæti bandalagsins.

Bandalagið hefur að mínum mati liðið fyrir þessa stöðu Ögmundar. Þegar verið er að ræða málefni samfélagsins sem dæmi er það ávallt ASÍ sem gefur álit, bandalagið er óvirkt í þeim efnum enda formaður með skoðun og stefnu sem tilheyra VG.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hlynur... þú veist greinilega ekki að ég er félagsmaður og stjórnarmaður til skamms tíma í stéttarfélagi innan Bsrb sem þú ert örugglega ekki. Ég studdi Ögmund til forustu á sínum tíma og met hann mikils sem slíkan. Nú finnst mér aftur á móti að hann sé kominn á grátt svæði sem þingmaður og þá á ég við hvort sem væri í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Þú greinilega málar þennan pistill minn flokkslitum sem hann er eimitt ekki. Hann er skrifaður af manni sem vill að formaður hans í verkalýðsmálum sé ekki bundinn á kláfa flokkshagsmuna...sem margir...allt of margir telja að sé með félaga Ögmund nú orðið.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.5.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 818793

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband