Vorið er komið.

Vorið er komiðÞegar veiðimenn fara að raða sér á kantinn þar sem áður var Höepfnersbryggja er komið vor á Akureyri. Í kvöld var eiginlega fyrsta alvöru vorkvöldið hér og hvert sem litið var spókaði fólk sig í góða verðrinu. Þeir voru að fá-ann og fýllinn bjóst greinilega við bita því hann svamlaði um framan við veiðimennina.

Eiginlega er þetta breyting. Ég man ekki að það hafi verið vandamál að kasta öngli í sjó hér áður fyrr. Þá var það aðalega rita eða skeggla eins og hún er gjarnan kölluð hér í bæ, sem hélt sig nærri en það var ekki vandamál. Nú má maður hafa sig allan við að setja ekki öngul í nærgöngulan fýlinn. Hann kemur gjarnan á renniflugi meðfram bryggjunum og flækir sig í línum veiðimannanna.

 Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að losa hræddan fýl úr línu eða af öngli. Það kostar gjarnan lýsisspýtingar með tilheyrandi ófögnuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 819349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband