Afturbatajómfrú eða ósvífni ?

Guðni Ágústsson er alltaf jafn ótrúlegur. Maður sem hefur verið í ríkisstjórn í áratug virðist hafa gleymt því og skilur hvorki upp né niður. Allir vita að hluti þess vanda sem við er að glíma má rekja til Framsóknarflokksins og hagstjórnarmistaka hans. 90% lánin eru sennilega ein mestu mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn á Íslandi. Það hleypti af stað óðaneyslu og íbúðaverð rauk upp úr öllu valdi. Niðurstaðan er enn skuldsettari heimili og þegar harðnar á dalnum hellist vandinn yfir.

Að vísu var búið að spá því að þetta gerðist þegar drægi úr stóriðjuframkvæmdum og þennsla minkaði. En Guðni Ágústsson virðist ekkert við þetta kannast og virðist alveg vera búinn að gleyma því að hann er einn þeirra sem mesta ábyrgð bera á ástandi efnahagsmála á Íslandi. Að vísu er aðstæður erlendis hluti af vandanum en Framsóknarvandinn tikkar hvað þyngst þegar horft er á innlendar aðstæður.

Brúnastaðaboli er annað hvort lýðskrumari af guðsnáð eða haldinn alvarlegum minnisbresti....eða er þetta kannski einhver annar brestur sem þjáir þennan ótrúlega lýðrskrumara.


mbl.is Guðni: Það er runnin upp ögurstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband