27.4.2008 | 14:57
Umhverfisátak á Akureyri
Ég kynnti sérstakt umhverfisátak á Akureyri á umhverfisdaginn 25. apríl. Þar voru margir áhugaverðir fyrirlestrar haldnir og þar má nefna, fyrirlestur um svifryk og uppruna þess, fyrirlestur um endurvinnslu, ný stefna í úrgangsmálum Akureyrar o.fl.
Kynningin sem ég var með lýsti áformum umhverfisnefndarinnar á þessu ári. Í fyrrasumar var farið af stað með sérstakt umhverfisátak í samvinnu umhverfisnefndar, heilbrigðisfulltrúa og framvæmdamiðstöðvar Akureyrar. Þessu átaki var stjórnað af verkefnisstjóra bæjarins í umhverfismálum.
Í stuttu máli. Þetta átak tókst mjög vel og tugir ef ekki hundruð tonna voru fjarlægð að opnum svæðum bæjarins og af fyrirtækjalóðum. Ásýnd bæjarins batnaði mikið þannig að ekki fór framhjá nokkrum manni.
Í sumar mun sérstaklega verða hugað að þremur þáttum.
- Átak í umhverfismálum fyrirtækja og þau með jákvæðum hætti hvött til átaks í umhverfismálum lóða sinna og starfssemi. Því verður síðan fylgt eftir með eftirliti og skoðun.
- Sérstakt átak í umhverfi og umgengni í hesthúsahverfum bæjarins.
- Glerárdalur - endurheimt. Hafist verður handa við verkefni tengt endurheimt náttúrugæða á Glerárdal þar sem sorphaugar Eyjafjarðar hafa verið. Starfsleyfi rennur út á næsta ári og átaki þessu er sérstaklega beint að undirbúningi þess með landmótun og hreinsun. Einnig verður sjónum beint að starfssemi hauganna sjálfra. Þetta verkefnir tengist áfram fjölþjóðlegu verkefni á annars tugs norrænna sveitarfélaga sem Akureyri á aðild að. Eitt verkefna sem Akureyri hefur ákveðið að vinna að er endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á Glerárdal. Verkefni þetta nefnist "countdown 2010" og komið af stað 2006 og á að ljúka árið 2010.
Það er von okkar sem áhuga höfum á þessum málaflokki að jákvæð stemming og áhugi kvikni hjá bæjarbúum enn meir en verið hefur. Þó svo bærinn okkar sé fallegur má gera enn betur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.