24.4.2008 | 20:55
Gamla viðhorfið - ekkert nýtt.
Af hverju er verið að slá því upp þó Sturla Böðvarsson segir þetta. Þetta er ekkert nýtt og staðfestir það sem sagt hefur verið " stór hluti alþingismanna gengur ekki í takt við þjóðfélagið ". Sturla er maður fortíðarinnar og á útleið úr stjórnmálum. Hann mun ekki vega þungt á lóðarskálum ESB umræðunnar næstu árin.
Sturla er gamaldags fyrirgreiðslustjórnmálamaður og fer ekki leynt með það. Allir sem til hans þekkja vita að hann byggir stjórmálaþátttöku sína á lögmálum sem eru sem betur fer víkjandi í íslenskum stjórnmálum. Svona stjórnmálamenn eiga engan séns í nútímalegum, framfarasinnuðum heimi og þess vegna skiptir skoðun Sturlu engu máli.
Ísland fer í ESB um svipað leiti og Sturla fer á eftirlaun...kannski svolítið fyrr.
Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú bloggar um Sturlur, Jón. Var ekki fréttin annars um verðlaunaafhendingu? Þurfti forsetinn að fara til Køben til að segja þetta?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:57
Sturla Jónsson er held ég alveg búinn að týna skýrri hugsun í sinni krossferð. Hann er löngu búinn að gleyma málstaðnum, en bölsótast út í andstæðinginn.
Sturla Böðvarsson er hins vegar enn á sömu skoðuninni í Evrópumálum. Hans aðstaða mótaðist af umhverfi frumvinnslusamfélgsins, sem ég vil kalla svo. Hans líkar þurfa að skoða vægi nýrra atvinnugreina og þess umhverfis sem öllum rekstri er boðið upp á með ísland utan Evrópusambands.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 21:34
he he góður Jón Ingi.. náðir að gabba nafna þinn :)
Óskar Þorkelsson, 25.4.2008 kl. 00:13
Ég held að Sturla Böðvarsson sé bara með heiðarlegri stjórnmálamönnum landsins. Þetta var mjög þarft hjá honum að minna okkur á sjálfstæðisbaráttuna þarna úti. Þú reynir að gera það að nútímanum og framtíðinni að Ísland gagni í Evrópusambandið. Ég held að það væri mikið óheilla skref fyrir land og þjóð. Ég held að þér verði ekki að ósk þinni með þetta. Við munum sem betur fer bera gæfu til þess að hafna aðild af þessu bandalagi. Það verður gert í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Evrópusambandið á nefnilega enga framtíð fyrir sér og einmitt evran er að eyðileggja atvinnulíf og efnahag margra aðildarlandana.
Ég held að þér verði ekki að ósk þinni og ég held einmitt að þegar Sturla kemst á eftirlaun þá verði búið að leggja þetta vesæla bandalag niður. Blóðið rennur nefnilega mjög illa í svona stórum risaeðlum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.