24.4.2008 | 19:16
Næst afneitar Sturla sjálfum sér.
Jæja...þá sést innrætið. Menn afneita einum helsta talsmanni sínum og þykjast ekkert við hann kannast. Ég hlustaði á talsmann bílstjóra áðan...hann kannaðist ekkert við hann en vissi andartaki síðar í sama samtali að hann var nýkominn úr aðgerð á hné. Það er eitthvað að hjá þessum manni.
Ég er eins og restin af þjóðinni búinn að fá mig fullsaddan á þessu rugli og þessu verður að linna áður en einhver slasast til ólífis. Þetta eru skrílslæti og líklega verður að hneppa helstu leiðtoga þessara skrílsláta í gæsluvarðhald til að slá á þessa vitleysu. Það hljóta að vera heimildir í lögum til þess þegar menn ganga fram með þessum hætti.
En líklega er Sturla að detta úr hópi atvinnubílstjóra....ég reikna með að fjármögnunarfyrirtækið sem á bílinn taki hann af honum. Ég reikna ekki með að það fyrirtæki vilji láta nota eigur sínar á þennan hátt.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"þú og restin af þjóðinni".. Jón talaðu fyrir sjálfan þig því trukkararnir hafa víðtækan stuðning meðal almennings.. nema auðvitað að sá almenningur sé ekki partur af þjóðinni.
Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 19:22
Nei Óskar...ef einhver stuðningur var....er hann horfinn
Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2008 kl. 19:26
Því miður rétt hjá Jóni. Málstaðurinn er góður en framkvæmd, framkoma og gjörningar fordæmanlegir.
Bunki (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:28
Stuðningurinn er orðinn að engu. Þessir menn fara á spjöld sögunnar sem lélegt fólk.
Brynjar M (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:29
Ég hef nú ekki orðið var við það að það sé einhver almennur stuðningur við þessa vitleysingja ...ekki styð ég þessa bjána.
Ari Björn Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 19:30
Ég er sammála þér Jón Ingi. Hinn töluvert mikli stuðningur við bílstjórana er gjörsamlega að hverfa eftir atburðina í gær og dag.
Ef þú ert ennþá ósammála Óskar, þá held ég að þú ættir að skoða nýjustu blogg og athugasemdir núna á mbl.is og visi.is. Langflestir eru komnir með æluna upp í háls af Sturlu og félögum.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:30
Almenni stuðningurinn hefur fallið hratt undanfarið enda virðast þessir apakettir ekki vita sjálfir hverju þeir eru að mótmæla
Evert S, 24.4.2008 kl. 19:37
Ég verð að taka undir með Jóni hér. Sú litla samkennd sem ég hafði þó með málstað bílstjóranna er gjörsamlega horfin eftir atburði dagsins. Svona hagar maður sér einfaldlega ekki og lítið virðist þessi talsmaður þeirra hafa í höfðinu miðað við viðtalið sem ég sá við hann á RÚV ... vá maður!!
Helgi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:45
Ég man að eftir "stúdentaóeirðirnar" hér á árum áður, þá þótti ekki fínt að heita "stúdent" lengur og á tímabili hættu margir því og kölluðu sig "menntaskólanema" eða "háskólanema". Hvaða starfsheiti ætli að flutningabílstjórar taki upp eftir þessar ófarir? Hvað ætli að margir flutningabílstjórar kannist við að hafa þekkt einhvern Sturlu eftir nokkrar vikur?
Sigurbjörn Friðriksson, 24.4.2008 kl. 19:46
Það var óhugnalegt að sjá það í fréttum þegar óður maður ræðst á lögregluþjón sem var að sinna skyldustörfum og heyra fagnaðaróp í bakgrunni. Og það þýðir heldur ekki að skella skuldinni af þessum látum síðustu daga á lögreglu og alþingismenn eins og þessir blessuðu bílstjórar hafa gert í fjölmiðlum. Hættið þessum aðgerðum strax, þið eruð búnir að klúðra ykkar málstað algjörlega.
Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.