Viðhorf síðustu aldar.

VG er svolítið eins og Framsóknarflokkurinn í landbúnaðar og neytandamálum. Þeir halda að hægt sé að stöðva klukku tímans á síðustu öld þegar kaupfélögin réðu öllu og neytendur keyptu það sem þau vildu og á því verði sem þau ákváðu.

En hverra hagsmuni er verið að verja með þessum málflutningi og hver á niðurstaðan að vera. Eigum við neytendur að greiða himinhátt verð sem ákveðið er af einhverjum og án samkeppni ? Spurning sem VG verður að svara neytendum. Ef svarið er já fá þeir sinn dóm í kosningum og þannig á það að vera.

Svo er það hin fullyrðingin. Innflutningur á kjöti leiðir til sjúkdóma og svo framvegis. Kannski vita VG liðar það ekki að mikið af kjötvörum kemur til landsins alla daga... smyglað... löglega og eftir ýmsum leiðum. Væri ekki nær að hafa þennan innflutning upp í borðinu og láta hann fá eðlilegt eftirlit. ? Maður bara spyr.

Þessi umræða er auðvitað alveg út úr kú. Það mun ekki ganga til langframa að loka landinu fyrir umheiminum og láta sem allt annað en íslenskt sé snareitrað og af hinu illa. Nær væri að horfa til framtíðar og viðurkenna að Ísland er hluti af nútímalegum alheimi en ekki einangraður hólmi þar sem miðstýringarsinnar og afturhaldseggir ráða för. VG liðum væri nær að koma með tillögur til framtíðar í stað þess að reyna endalaust að drepa allt í fortíðardróma.


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þá á líka að leyfa okkur bændum að beita þeim brögðum sem nágrannaþjóðir okkar nota við framleiðsluna og henda út þessu nellu og  kamfó eftirliti sem kostar stórfé

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Íslensk kjötframleiðsla og verslun stendur þeirri dönsku langt að baki...því miður. Maður er agndofa þegar maður kemur í danskar kjöt og matvælaverslanir og sér maður og finnur hvað við erum frumstæð í þessum bransa.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.4.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Enda er okkur ekki heimilt að nota þær aðferðir og innsprautanir til að gera kjötið meyrara

Hér er kjöt kjöt en ekki 30 til 50% aukaefni 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband